Smelltu á Ný auglýsing undir auglýsingar á Alfreð umsjóninni.
Fyrst þarf að velja hvernig þú óskar eftir að taka við umsóknum, með úrvinnsluborði Alfreðs eða vefslóð. Vinsælasta leiðin í dag er í gegnum úrvinnsluborð Alfreðs en með því þá leyfirðu Alfreð notendum að sækja um með prófílunum sínum.
Á síðastliðnu ári hafa yfir 63% fyrirtækja notað úrvinnsluborðið til þess að taka á móti umsóknum enda eru virkir Alfreð prófílar rúmlega 120.000 talsins.
Þú getur verið í beinum samskiptum við umsækjendur og m.a. sent þeim skilaboð, boð í starfsviðtal eða höfnunarbréf með einum smelli.
- Grunnupplýsingar
- Settu inn lýsandi starfstitil
- Veldu vinnustaðarprófílinn
- Veldu deild ef vinnustaðarprófíllinn er með deild
- Settu inn heimilisfang starfsstöðvar (ef það er annað en heimilisfang vinnustaðarprófílsins)
- Settu inn starfstegund
- Launaupplýsingar: Hægt er að setja inn launaupplýsingar til þess að fólk viti u.þ.b. við hvernig launum það má búast.
- Birting hefst: Hægt er að velja dag í framtíðinni til þess að byrja að auglýsa á eða nota sjálfgefnu dagsetninguna til þess að birta strax.
- Settu inn umsóknarfrest eða veldu "Engan umsóknarfrest" ef þú vilt geta slökkt á auglýsingunni þegar þér hentar (það er ekki hægt ef þú setur umsóknarfrest).
- Áætlaður úrvinnslutími: Veldu tímann (1 - 6 vikur) sem þú áætlar að þú þurfir til þess að vinna úr umsóknum. Það er hægt að breyta þessum stillingum eftir birtingu.
- Starfslýsing
- Um starfið: Skrifaðu lýsandi texta um starfið
- Helstu verkefni og ábyrgð
- Menntunar og hæfniskröfur
- Fríðindi í starfi
- Aðrar upplýsingar
- Starfsmerkingar
- Veldu a.m.k. eina starfsmerkingu til þess að sem flestir sem gætu haft áhuga á starfinu fái tilkynningu um nýtt starf með þeim starfsmerkingum sem þeir vakta.
- Notaðu bláu stikuna til þess að velja yfirflokk starfsmerkingarinnar og leita í öllum eða notaðu leitarstikuna hægra megin til þess að leita eftir stikkorði.
- Fyrir ofan starfsmerkingarnar er smærri gluggi sem kemur með tillögur að fleiri starfsmerkingum eftir þeim sem þegar hafi verið valdar. Með því að sveima yfir nöfnum sést í hvaða flokki þau eru.
- Með því að smella á valdar starfsmerkingar er hægt að fara yfir hvaða starfsmerkingar hafa verið valdar nú þegar.
- Umhverfi og hópar
- Vinnuumhverfi og Hentugt fyrir: Hér er hægt að taka fram ef starfið hentar sérstaklega vel fyrir ákveðna hópa samfélagsins eða að vinnuumhverfið bjóði upp á ákveðna hluti.
- Hæfni
- Tungumálakunnátta - Ef umsækjendur þurfa að kunna ákveðin tungumál þá er hægt að gera skil á þeim hér.
- Hæfni: Að velja viðeigandi hæfni fyrir starfið auðveldar notendum að átta sig á því til hvers er ætlast af þeim og hvort þeir telji sig hafa þá hæfni sem þarf.
- Aukaspurningar eru tilvalin leið til að fá nánari upplýsingar frá umsækjendum. Í úrvinnsluborðinu er hægt að nota sigtið til að sía út umsóknir eftir því hvernig umsækjendur svara aukaspurningunum.