Auðveldaðu umsækjendum að senda inn almenna umsókn.
Almenn umsókn birtist á vinnustaðaprófílnum þínum og þar geta áhugasamir sótt um störf án auglýsingar. Ráðningarkerfi Alfreðs er innifalið í þjónustunni til að auðvelda úrvinnslu umsókna þótt einnig sé í boði að beina umsóknum á aðra vefslóð. Þessi þjónusta er spennandi kostur fyrir vinnustaði sem vilja hafa úr mörgum áhugasömum umsækjendum að velja.
Áskrift
Mánaðargjald: 12.900 kr. án vsk.
Árgjald: 121.680 kr. án vsk. (10.140 kr. / á mánuði)
Öll gjöld endurnýjast sjálfvirkt. Til þess að segja upp áskrift þarf að loka Almennu umsókninni í Umsjón.
Hvernig bý ég til Almenna umsókn?
Þú býrð til Almenna umsókn inn í Umsjón með því að smella á Almennar umsóknir takkann undir Auglýsingar. Þar getur þú virkjað auglýsinguna.
Hvar birtast Almennar umsóknir?
Þessar auglýsingar birtast ekki inni á starfasíðunni okkar en eru aðgengilegar í gegnum vinnustaðaprófílinn þinn. Þú getur einnig sett hnapp inn á vefinn þinn eða deilt slóðinni hvernig sem þér hentar.
Á vinnustaðarprófíl Alfreðs má sjá dæmi um þetta.
Auka sýnileika Almennar umsóknar
Hér að neðan sérðu hvernig hægt er að veita enn meiri athygli á Almennu umsókn þína.