Deildir

Hægt er að stofna „deildir“ undir hverju vörumerki.

Deildir eru notaðar þegar fyrirtæki vill fá reikninga senda sér fyrir t.d. „markaðsdeild“ annars vegar og „framleiðsludeild“ hins vegar. Mjög gott að nota ef að það þarf að vera verknúmer á öllum reikningum.

 

Þegar auglýsing er stofnuð og vörumerki er valið birtist nýr felligluggi með þeim deildum sem hafa verið stofnaðar fyrir það vörumerki.

 

Deildir birtast ekki notendum Alfreðs og eru eingöngu notaðar í þeim tilgangi að reikningur fyrir auglýsingunni berist á rétta deild og/eða aðila innan fyrirtækisins.