Fylla út vinnustaðarprófíl

Alfreð býður fyrirtækjum upp á að stofna ótakmarkaðan fjölda vinnustaðaprófíla. Vinnustaðaprófílar geta því verið fyrirtæki og/eða rekstrareiningar.

Vinnustaðaprófíll er í raun hvernig fyrirtækið þitt birtist út á við og inniheldur helstu upplýsingar eins og heimilisfang og lógó.

Hver vinnustaðarprófíll er stofnaður með eftirfarandi upplýsingum:

 1. Kennitala: (valkvætt) Kennitölu vörumerkis skal setja inn ef reikningur á að berast annarri kennitölu en þeirri sem er undir Stofnfyrirtækinu. Þetta er mjög mikilvægt svo reikningar séu stílaðir á réttar kennitölur.
 2. Nafn: Nafn vinnustaðar sem birtist út á við fyrir notendum.
 3. Heimilisfang
 4. Símanúmer (valkvætt)
 5. Vörumerki (lógó): Lógó-i vinnustaðarins þarf að hlaða upp í myndformi eins og til dæmis jpeg eða png en tilvalin stærð er 500 x 365 px. Hafa ber í huga að lógóið birtist ávallt á hvítum grunni.
 6. Forsíðumynd (cover): (valkvætt) Besta stærð fyrir opnumynd er 1.200 x 600 px. Myndin birtist í öllum störfum sem eru undir vörumerkinu og í vinnustaðaprófílnum. Hún er gjarnan einhverskonar stemningsmynd og er lýsandi fyrir fyrirtækið.
 7. Um vinnustaðinn: Stuttur, lýsandi texti um vörumerkið (ótakmarkaður fjöldi stafa).

  Screenshot 2022-01-21 110914

  Nánari stillingar:
  1. Reikningar (valkvætt): Netfang fyrir móttöku reikninga og nafn móttökuaðila. Hægt er að fá reikningana fyrir einstaka vörumerki senda á annan aðila en þangað sem allir aðrir reikningar fara á.
  2. Deildir (valkvætt): Eftir að búið er að stofna vinnustaðarprófíl opnast fyrir möguleikann að bæta deildum við prófílinn. Deildir eru notaðar þegar fyrirtæki vill fá reikninga senda sér fyrir t.d. „markaðsdeild“ annars vegar og „framleiðsludeild“ hins vegar. Nýta t.d. ef fyrirtæki þurfa að fá reikninga skráð með sérstöku vendor númeri.
  3. Tenging við aðra vinnustaðaprófíla (valkvætt): Hægt er að tengja aðra vinnustaðaprófíla til þess að öll störf skráð á þeim vinnustaðaprófílum birtist á aðal vinnustaðaprófílnum.

Heimasvæði

Settu upp þína eigin Alfreð ráðningarsíðu! Síðan inniheldur upplýsingar um vinnustaðinn ásamt því að sýna þau störf sem þú ert að auglýsa. Atvinnuleitendur geta skoðað síðuna þína á alfred.is eða á þínum eigin vef.

Screenshot 2022-01-21 113042