Get ég notað Alfreð án þess að skrá mig inn?

Hægt er að skoða störf án þess að skrá sig inn á Alfreð.

Fyrst þegar appið er opnað gefst möguleiki á að annaðhvort setja upp starfa vakt eða skrá sig inn. Einfaldlega veljið áhugaverðar starfsmerkingar til þess að fylgjast með og smellið á vista. 

Athugið að ef að innskráningu er sleppt þá er vaktin einungis vistuð á símtækinu sjálfu og þarf því að stilla vakt í hvert skipti sem notandi skiptir um símtæki.

Til þess að sækja um störf merkt með bláu prófíl merki á eða ef stendur sækja um með Alfreð prófíl þarft þú að vera innskráð(ur) og með útfylltan prófíl.