Hljóðlaust vídeóviðtal

Það kemur einstaka sinnum fyrir að vídeóviðtöl í kerfinu séu hljóðlaus. Þá hefur umsækjandi verið að nota týpu af símtæki sem smáforritið styður ekki fullkomlega. Hægt er að komast hjá því með því að hægri smella á myndbandið og velja save video as. Þá er hægt að opna myndbandið úr þeirri möppu sem vistað var í.