Hvernig bý ég til Alfreð prófíl

Alfreð prófíll

Prófíllinn þinn inniheldur helstu upplýsingar um umsækjendur sem fyrirtæki þurfa til þess að meta þig sem starfsmann. Hér fyrir neðan förum við vandlega yfir það sem hægt er að skrá um sig í Alfreð prófíl. Við mælum með að þú gerir prófílinn þinn 100% því það eykur líkurnar á að þú fáir draumastarfið.

10% fullt nafn

10% mynd

10% netfang

10% símanúmer

10% um þig

20% starfsreynsla

20% menntun

10% tungumál

Grunnupplýsingar

Það er mjög mikilvægt að allar grunnupplýsingar um notandann séu réttar þegar kemur að því að sækja á um starf.

Til þess að skrá eða breyta grunnupplýsingum er smellt á breyta takkann sem er efst uppi í hægra horninu við grunnupplýsingarnar á prófílnum. Þar er hægt að breyta nafni, fæðingardegi, tölvupóstfangi og símanúmeri.

Í appinu kemur upp möguleikinn til þess að staðfesta netfang og símanúmer sem er mikilvægt að gera.

Um mig

Hér áttu að skrifa stuttan texta um sjálfan þig. Þessi texti á að kynna þig sem persónu, hvað er það við þig sem gerir þig að góðum starfsmanni. Hvernig persónuleiki ert þú, hefurðu tekið þátt í einhverju tómstundarstarfi eða öðru sem þú telur að geri þig að góðum starfskrafti.

Tungumálakunnátta

Tungumálakunnátta er mikilvæg þegar kemur að starfsumsóknum og getur skipt sköpum þegar verið er að ráða í ákveðnar tegundir starfa. Við mælum eindregið með að notendur skrái upplýsingar um tungumálakunnáttu sína til þess að bæta prófílinn sinn. 

Viðhengi

Viðhengi eru nauðsynleg þegar kemur að Alfreð prófílnum. Til þess að sækja um starf er gríðarlega mikilvægt að vera búin(n) að setja inn ferilskrá og mögulega kynningarbréf eða önnur skjöl sem þú telur að hjálpi til við að meta hæfni þína í þau störf sem þú sækir um. Þú getur svo skipt þeim út og aðlagað þau fyrir hverja umsókn en viðhengin uppfærast ekki á milli umsókna.

Hægt er að setja inn að hámarki 10 skjöl í Alfreð prófílinn og er hámarksstærð hvers og eins 30 MB.

ATH! Skjöl sem notandi setur inn uppfærast ekki sjálfkrafa ef gerðar eru breytingar á þeim í t.d. Dropbox eða Google Drive. Uppfæra þarf skjölin sem eru í Alfreð prófíl notanda með því að hlaða þeim upp aftur.

Viðhengjum er hægt að eyða út inná prófílnum með því að smella á ruslafötuna sem birtist við að sveima yfir skjalinu.

Starfsreynsla 

Það er mjög einfalt og fljótlegt að fylla út upplýsingar um starfsreynslu. Notandi setur inn vinnuveitanda, starfstitil, mánuð og ár sem notandi byrjaði að vinna og mánuð og ár sem notandi hætti hjá vinnuveitanda. Ef notandi er ennþá starfandi hjá vinnuveitanda hakar hann við „Er í þessu námi núna“ valmöguleikann.

Menntun

Notandi fyllir út upplýsingar um menntun á mjög svipaðan hátt og starfsreynslu. Notandi setur inn upplýsingar um námið, skólann, mánuð og ár sem notandi byrjaði í námi og mánuð og ár sem notandi lauk námi.

Ef notandi er ennþá í námi við skólann hakar hann við „Er í þessu námi núna“ valmöguleikann.

Tenglar

Hægt er að bæta tenglum við prófílinn sinn sem vísa á vefsíður sem gefa enn betri mynd af bakgrunni og hæfni notandans.

Hæfni

Í „önnur hæfni“ fyllir notandi út allt sem honum dettur í hug þegar kemur að hæfileikum hans og þekkingu.

Dæmi um aðra hæfni: Android forritun, auglýsingagerð, dúkalögn, fatahönnun, fjármál, fyrirlestrar, Java, leiðtogahæfni o.s.frv.