Hvernig getur hæfnismat nýst mér?

Að nota Hæfnismat við ráðningar er einföld og fljótleg leið fyrir stjórnendur til að vinna úr umsóknum á skilvirkari og betri máta.

Að nota Hæfnismat er upplagt tækifæri fyrir tvo eða fleiri starfsmenn til að bera saman bækur og tryggja að hæfasti umsækjandinn sé ráðinn í auglýst starf.

Áður en byrjað er að fara atvinnu umsóknir getur verið gott að setja niður atriði sem skipta máli varðandi val á umsækjenda og leggja mat á það hversu miklu máli hvert atriði skiptir.

Til dæmis má nota hæfnismatið til að meta mikilvægi menntunar, reynslu, fyrri verkefna og svo frammistöðu í viðtölum með tilliti til ákveðinnar einkunnar.

Því gæti hæfnismat litið svona út fyrir manneskju sem sækir um að skrifa blogg fyrir Alfreð:

Að þessu loknu geta stjórnendur og starfsmenn sem annast ráðninguna gefið umsækjendum eina einkunn á skalanum 0-10 fyrir hvern hluta eftir því hversu vel þeir standa í hverju atriði. Þá reiknast heildareinkunn sem gefur til kynna hvaða umsækjandi ætti að verða fyrir valinu. Síðan er hægt að bera síðan saman niðurstöður til að reyna að fá sem besta niðurstöðu.

Alfreð ráðningarkerfið gerir framkvæmd hæfnismats einfalt, fljótlegt og þægilegt ferli þar sem niðurstaðan nýtist til að gefa öðrum umsækjendum rökstuðning fyrir ráðningunni.

Einnig er hægt að nota nokkur mismunandi hæfnismöt á hvern umsækjenda til þess að geta brotið niður hæfni þeirra ennþá betur. Við mælum einnig með að skoða þessa grein hér til þess að sjá hvernig þú stofnar og nýtir hæfnismat við úrvinnslu umsókna.