Hvernig opna ég Úrvinnsluborðið fyrir fulltrúa?

Svona veitir þú fulltrúum aðgang að úrvinnslu umsókna

Stjórnandi getur veitt fulltrúa aðgang að úrvinnslu umsókna um störf eftir auglýsingu. 

Smelltu á umsóknarhnapp viðkomandi auglýsingar. Því næst smellir þú á Aðgangur, hægra megin í efstu stiku Úrvinnsluborðsins.

Screenshot 2022-01-27 133424

Þá velur þú þann fulltrúa sem á fá heimild til að vinna úr umsóknum um þetta tiltekna starf. Heimildin gildir því aðeins um þessa tilteknu auglýsingu. Á sama hátt getur fulltrúi fengið heimild til að vinna úr almennum umsóknum.

Hér er stutt myndband sem sýnir þetta ferli: