Hvernig opna ég úrvinnsluborðið fyrir fulltrúa?

Fulltrúi hefur takmarkaðan aðgang í kerfi Alfreðs. Stjórnandi getur opnað á úrvinnslu umsókna fyrir fulltrúa, hafi hann ekki stofnað auglýsinguna sjálfur.

Athugaðu að fulltrúinn verður að vera búinn að staðfesta aðganginn sinn áður en að þú getur opnað á úrvinnsluborðið.

Fulltrúi ekki búin/n að staðfesta aðganginn sinn

Sé kúlan blá þá er ekki hægt að opna fyrir úrvinnsluborðið fyrir fulltrúann. Eftir að einstaklingurinn hefur staðfest skráninguna sína (búinn að búa sér til lykilorð) þá verður bláa kúlan græn: 

Fulltrúi búinn að staðfesta aðganginn sinn

Þegar fulltrúi hefur staðfest aðganginn sinn getur stjórnandi gefið honum aðgang að úrvinnsluborðinu fyrir ákveðna auglýsingu. Það er gert með því að vera inni í úrvinnsluborðinu og smella á Aðgangur efst á þeirri síðu.

Screenshot 2022-01-27 133424

Eftir það þarf einfaldlega að smella á nafn fulltrúans sem á að hafa aðgang að úrvinnslunni, við það opnast á úrvinnsluborðið hjá fulltrúanum og hann getur hafið úrvinnslu. Hér að neðan má sjá myndband um hvernig þú opnar á úrvinnsluborðið fyrir fulltrúa. 

Þetta á einnig við um Almennar umsóknir.