Það hefur aldrei verið eins auðvelt að sækja um starf eins og með Alfreð prófílnum þínum.
Þegar notendur sjá Sækja um með prófíl á auglýsingum þá tekur það aðeins nokkrar sekúndur að klára umsókn um starf.
Til þess að hægt sé að sækja um starf með Alfreð prófílnum þarf a.m.k. 80% af upplýsingum í prófílnum að vera útfylltur. Auðvitað mælum við með að hann sé 100% útfylltur.
Ef fyrirtækið hefur óskað eftir því að umsækjendur svari aukaspurningum í umsóknarferlinu, þá bætast við stuttar spurningar sem auðvelt er að svara í appinu eða á vefnum.
Þegar umsókn hefur verið send inn er síðan hægt að fylgjast með stöðu hennar í Innhólfinu. Fyrirtæki geta síðan verið í samskiptum við umsækjendur í innhólfinu; boðið í viðtal, óskað eftir viðbótarupplýsingum o.s.frv.