Smelltu á "Ný auglýsing" undir auglýsingar á Alfreð umsjóninni.

Fyrst verður að velja hvernig þú óskar eftir að taka við umsóknum. Vinsælasta leiðin í dag er í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs en með því þá leyfirðu Alfreð notendum að sækja um með prófílunum sínum.
Á síðastliðnu ári þá hafa yfir 63% fyrirtækja tekið það fram yfir fyrri leiðir enda Alfreð prófílar orðnir rúmlega 100 þúsund talsins. Þú getur verið í beinum samskiptum við umsækjendur og m.a. sent þeim skilaboð, boð í starfsviðtal eða höfnunarbréf með einum smelli.

Hægt er að breyta þessu vali eftir á með því að smella á takkann vinstra megin við Alfreð karlinn efst á síðunni.

Hægt er að ferðast um auglýsinguna með því að nota annaðhvort hliðarvalmyndina eða með áfram og til baka tökkunum sem er að finna neðst undir seinasta dálkinum á hverri síðu.

Grunnupplýsingar
Settu inn lýsandi starfstitil
Veldu nú vörumerkið þitt
Veldu deild ef vörumerkið er með deild
Settu inn heimilisfang starfsstöðvar (ef það er annað en heimilisfang vörumerkisins) og veldu starfstegund.
Settu inn starfstegund
Launaupplýsingar: Hægt er að setja inn launaupplýsingar til þess að fólk geti ….
Birting hefst: Hægt er að velja dag í framtíðinni til þess að byrja að auglýsa á eða nota sjálfgefnu dagsetninguna til þess að birta strax.
Settu inn umsóknarfrest eða veldu "Engan umsóknarfrest" ef þú vilt geta slökkt á auglýsingunni þegar þér hentar (það er ekki hægt ef þú setur umsóknarfrest).
Starfslýsing, hliðarvalmynd eða neðst á síðunni.
Um starfið: Skrifaðu lýsandi texta um starfið
Ábyrgðarsvið og verkefni
Menntunar og hæfniskröfur
Helstu fríðindi í starfi
Aðrar upplýsingar
Starfsmerkingar, hliðarvalmynd eða neðst á síðunni.
Veldu a.m.k. eina starfsmerkingu til þess að sem flestir sem gætu haft áhuga á starfinu fái tilkynningu um nýtt starf með þeim starfsmerkingum sem þeir vakta.
Notaðu bláu röndina til þess að velja yfirflokk starfsmerkingarinnar og leita í öllum eða notaðu leitarröndina hægra megin til þess að leita eftir stikkorði
Fyrir ofan starfsmerkingarnar er smærri gluggi sem kemur með tillögur að fleiri starfsmerkingum eftir þeim sem þegar hafi verið valdar. Með því að sveima yfir nöfnum sést í hvaða flokki þau eru.
Með því að smella á valdar starfsmerkingar er hægt að fara yfir hvaða starfsmerkingar hafa verið valdar nú þegar.Umhverfi og hópar, hliðarvalmynd eða neðst á síðunni.
Vinnuumhverfi - Hentugt fyrir - Hér er hægt að taka fram ef starfið hentar sérstaklega vel fyrir ákveðna hópa samfélagsins eða að vinnuumhverfið bjóði upp á ákveðna hluti.
Hæfni, hliðarvalmynd eða neðst á síðunni.
Tungumálakunnátta - Ef umsækjendur þurfa að kunna ákveðin tungumál þá er hægt að gera skil á þeim hér.
Hæfni
Aukaspurningar, Bara í boði ef verið er að nota Alfreð ráðningarborðið.
Aukaspurningar eru tilvalin leið til að fá nánari upplýsingar frá umsækjendum. Í ráðningarkerfinu er hægt að nota sigti til að sía út umsóknir eftir því hvernig umsækjendur svara aukaspurningunum.
Sjá nánar hér

Þessi verðskrá gildir fram að 1. Október 2021:

Svona lítur verðskráin okkar út þegar kemur að auglýsingum í Alfreð :

Fyrirtæki greiða 35 kr. (án vsk) fyrir hvert tæki (IP-tölu) sem opnar auglýsingu í Alfreð (í appi eða vef). Ef sami einstaklingur opnar auglýsinguna oft telur hann bara einu sinni 35 kr. Ef 1.250 einstaklingar opna auglýsinguna mun hún kosta 43.750 kr. (án vsk) og er það hámarksverð sem auglýsing getur kostað. Allir einstaklingar sem opna auglýsinguna eftir það kosta ekki krónu.

Eftir 1. Október eru hækkar verðið í fyrsta skipti í 4 ár. Verð per opnun er þá 38 kr.

Endilega sendu okkur póst ef þú lendir í vandræðum eða spjallaðu við okkur í netspjallinu ef þú lendir í vafa.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!