Fyrirtæki geta stofnað ótakmarkaðan fjölda fyrirtækjanotenda sem hafa aðgang að Alfreð.

Til þess að bæta við notanda er smellt á Notendur í stikunni


Smellt er á Nýr notandi og fyllt þar í reitina.

Í boði eru tveir mögulegir aðgangar fyrir fyrirtækjanotendur.

Stjórnandi

Stjórnandi hefur aðgang að öllum möguleikum í fyrirtækjaþjónustu Alfreðs. Þeir eru:

Stofnun og umsjón með auglýsingum
Aðgangur að úrvinnslukerfi umsókna
Samskipti við umsækjendur í úrvinnslukerfi
Stofnun og umsjón vörumerkja
Stofnun og umsjón fyrirtækjanotenda
Aðrar stillingar s.s. staðlaðir textar, upplýsingar um stofnfyrirtæki ofl.
Tölfræði upplýsingar

Fulltrúi

Fulltrúi hefur aðeins takmarkaðri möguleika en stjórnandi.

- Án auka leyfa:
Aðgangur að tölfræðiupplýsingum fyrir allt kerfið
Aðgangur að úrvinnslukerfi umsókna (ef honum er gefinn aðgangur að auglýsingunni af stjórnanda)
Stofnun og umsjón vörumerkja

- Leyfi til þess að stofna auglýsingar
Getur búið til nýja auglýsingu
Getur endurnýtt auglýsingu sem er í úrvinnslu eða lokið og fulltrúinn hefur aðgang að

- Hægt er að gefa sérstakt leyfi til þess að búa til auglýsingar. Þá hefur notandinn aðgang að ráðningarborðinu og þeim auglýsingum sem hann býr til án þess að stjórnandi þurfi að gefa þeim aðgang sérstaklega.

- Einnig er hægt að gefa leyfi að skoða öll störf. Þá getur notandi:
Skoðað tölfræði af stökum birtum auglýsingum
Opnað auglýsingu á vef
Breytt og birt auglýsingu ef notandi sem hefur leyfi hefur vistað auglýsingu sem drög.
Aðgangur að úrvinnslukerfi umsókna (ef honum er boðið af stjórnanda).
Í úrvinnslukerfinu er boðið upp á samskipti við umsækjendurTil þess að opna aðgang að úrvinnslu umsókna fyrir fulltrúa má sjá leiðbeiningar hér Hvernig opna ég úrvinnsluborðið fyrir Fulltrúa?
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!