Alfreð býður upp á ýmis konar aukaþjónustu fyrir auglýsingar. Boðið er upp á aukna birtingu ásamt aukatækjum við úrvinnslu umsókna.

Aukabirtingar

Einungis er hægt að kaupa Facebook auglýsinguna einu sinni inni á Alfreð umsjóninni og hver auglýsing lifir í viku eftir fyrstu birtingu.

Þú getur aðeins bústað hverri auglýsingu einu sinni og ekki fyrr en a.m.k. 48 klst eru liðnar frá því að auglýsingin var birt.
Við það að bústa auglýsingu þá færist auglýsingin ekki aðeins efst á síðuna en að auki sendum við út nýja tilkynningu um starfið til þeirra sem ekki opnuðu auglýsinguna í fyrstu atrennu.

Til þess að birta aftur auglýsingu á Facebook eða bústa aftur þarf að hafa samband á spjallborðinu eða á alfred@alfred.isÚrvinnsla umsókna

Prófaðu Vídeóviðtöl Alfreðs þér að kostnaðarlausu og boðaðu valda umsækjendur í "snertilaust" viðtal.

Hægt er að nýta sér rafræn skilríki til þess að vera viss um að umsækjendur búi nú þegar á íslandi.Alfreð og Vísir

Einungis er hægt að kaupa eina af Vísis auglýsingunum þar sem dýrari valmöguleikarnir innihalda ódýrari pakkana. Til þess að uppfæra keypta vöru í dýrari þarf að hafa samband á spjallborðinu eða á alfred@alfred.is.Opnumynd
Opnumynd (cover) er hlaðið inn í hvert vörumerki fyrir sig.

Besta stærð fyrir opnumynd er 1.200 x 600 px. Myndin birtist þegar notendur skoða upplýsingar um vörumerkið, á vinnustaðaprófilnum og á öllum auglýsingum sem tengjast vörumerkinu. Þessi mynd er gjarnan einhverskonar stemningsmynd.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!