Óskir þú eftir því að eyða gögnunum þínum þá er tvennt í stöðunni fyrir þig en við megum til að minna á að það hefur enginn aðgang að prófílnum þínum hjá Alfreð og hann sést hvergi þ.e. fyrirtækin hafa ekki aðgang að neinskonar lista yfir einstaklinga sem eru með Alfreð prófíla. Þetta er þinn prófíll og aðeins þú hefur aðgang að honum. En hér eru möguleikarnir þínir:

Eyða prófílnum þínum varanlega og öllum þeim gögnum/umsóknum sem þar má finna. Gögnin eru þá ekki afturkræf. Til þess þarftu að senda tölvupóst á kolfinna@alfred.is þar sem fram kemur beiðni um eyðslu gagna úr netfanginu sem er tengt aðganginum.

Halda prófílnum þínum ef þú þarft einhvern tímann aftur á honum að halda. Ef þú ert með virkar umsóknir sem þú hefur sent út þá geturðu dregið þær til baka á einfaldan hátt. Við mælum klárlega með þessari leið.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!