Ef þú skráðir þig inn í Alfreð með símanúmeri en hefur í millitíðinni skipt um símanúmer getur þú sent tölvupóst á alfred@alfred.is og óskað eftir því að flytja prófílinn þinn yfir á nýtt símanúmer.

Mikilvægt er að tölvupósturinn sem þú sendir okkur sé sendur frá netfanginu sem skráð er á prófílnum þínum og að netfangið hafi verið staðfest..

Mjög gott væri ef tölvupósturinn frá þér liti einhvern veginn svona út:

Kæri Alfreð.

Ég var að skipta um símanúmer og óska því hér með eftir því að þú flytjir Alfreð prófílinn minn yfir á nýtt númer. Gamla númerið mitt var 780-8899 en nýja númerið mitt er 780-8866.

Kærar þakkir,
Jón Jónsson
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!