Í Alfreð er ekkert mál að nota appið án þess að skrá sig sérstaklega inn. Neðst á innskráningarglugganum er hægt að smella á valmöguleikann „**eða nota Alfreð án innskráningar“**.

Með þessum möguleika er hægt að skoða öll störf sem eru í boði í Alfreð ásamt því að stilla starfsvakt. ATH! vaktin er þá einungis vistuð á símtækinu sjálfu og þarf því að stilla vakt í hvert skipti sem notandi skiptir um símtæki.

Með því að ýta neðst undir miðju er hægt að skoða störf án þess að skrá sig inn.

Get ég notað appið án þess að skrá mig inn

Ekki er hægt að sækja um störf sem merkt eru „**Sækja um með Alfreð prófíl“** nema með því að vera innskráð(ur) og með útfylltan prófíl.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!