Já það er hægt að senda höfnunarbréf á marga umsækjendur í einu.

Efst í hægra horni hvers dálks er hægt að smella á [•••] og velja „Senda höfnunarbréf á alla“.

Því næst birtist gluggi með stöðluðu bréfi sem verður sent á umsækjendur. Öll bréf byrja á „Góðan daginn #NAME#“ sem þýðir það að umsækjandinn fær persónulegt bréf. Hægt er að breyta textanum eins og notandi vill.

Dæmi: „Góðan daginn Helgi.“

Hægt er að breyta stöðluðum texta höfnunarbréfs undir Stillingar -> höfnunarbréf

Dæmi: „Þakka þér kærlega fyrir að koma og hitta okkur í starfsviðtali“ o.s.frv.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!