Úrvinnsluborðið í Alfreð er alger bylting þegar kemur að úrvinnslu umsókna í ráðningarferlinu. Borðið hefur 4 dálka en leyfir þér að búa til eins marga dálka og þér sýnist.

Nýjar
Allar nýjar umsóknir fara sjálfkrafa í dálkinn „Nýjar“ en þaðan eru umsóknir síðan dregnar (e. drag and drop) yfir í einn af hinum 3 dálkunum sem í boði eru.
Ólíklegt
Vinstra megin við „Nýjar“ dálkinn er Ólíklegt** dálkurinn. Þangað er öllum umsóknum sem verður hafnað safnað saman og hægt er að senda höfnunarbréf á alla umsækjendur með einum smelli. Þegar höfnunarbréf er sent á alla sem eru í dálknum verða þeir faldir. Hægt er að setja fleiri umsækjendur í „Hafnað“ og senda annað höfnunarbréf. T.d. væri hægt að senda sér höfnunarbréf á þann hóp sem hefur verið tekið viðtal við en verða ekki ráðnir í starfið.
Kannski
Hægra megin við „Nýjar“ dálkinn er síðan „Kannski“ dálkurinn. Þangað er hægt að setja umsóknir sem úrvinnsluaðilanum langar til að skoða betur seinna eða hugsa betur um.
Viðtal
Lengst til hægri er síðan síðasti flokkurinn „Viðtal“. 
Fleiri dálkar
Þú getur bætt við eins mörgum dálkum til viðbótar við þessa fjóra, fært þá á milli og breytt litnum á þeim eins og þér sýnist.

Í úrvinnslukerfi Alfreðs geta fyrirtæki átt í frábærum samskiptum við umsækjendur með nútímalegum hætti.

Fyrirtækin eiga ávallt frumkvæði að samskiptum í úrvinnslukerfinu. Dæmi um upphaf samskipta getur t.d. verið svona:

Sæll Helgi, þakka þér kærlega fyrir að sækja um hjá okkur. Við erum að fara yfir umsóknina þína og vildum biðja um leyfi til að hafa samband við meðmælendurna sem þú skráðir í ferilskrána þína.

Umsækjandinn getur þá svarað til baka beint úr appinu sínu. Fyrirtæki geta ekki sent skilaboð á umsækjendur eftir kl. 22:00.

Með því að setja umsækjanda í „Viðtals“ dálkinn opnast síðan fyrir möguleikann á því að bjóða honum í viðtal.

Hægt er að bjóða umsækjendum í viðtal með einföldum hætti. Í prófílum umsækjenda sem eru í „Viðtals“ dálknum á úrvinnsluborðinu er möguleiki á að senda viðtalsboð.

Þegar smellt er á „Viðtalsboð“ takkann opnast gluggi þar sem allar helstu upplýsingar um viðtalið eru settar inn.

Titill (t.d. Starfsviðtal vegna „Verkefnastjóri hjá Marel“)
Dagsetning starfsviðtals
Tímasetning viðtals (frá og til)
Staðsetning viðtals
Skilaboð (Hægt er að búa til staðlaðan texta í „Stillingum“ sem birtist sjálfkrafa)

Eftir að viðtalsboð hefur verið sent fær umsækjandi skilaboð í Alfreð appinu sínu og hefur þá möguleika á að svara viðtalsboðinu með þremur möguleikum.

Já ég mæti
Nei, ég afþakka
Óska eftir nýjum tíma

Ef notandi óskar eftir nýjum tíma getur fyrirtækið sent nýtt viðtalsboð á umsækjanda.

Hér er stutt myndband af virkni úrvinnsluborðsins
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!