Á úrvinnsluborðinu er valrönd með sigtunarmöguleikum. Þessi frábæri möguleiki gefur fyrirtækjum tækifæri á að sigta umsækjendur eftir aldri, tungumálakunnáttu og þeim aukaspurningum sem voru mögulega notaðar þegar auglýsingin var stofnuð.

Hægt er að kveikja og slökkva á sigtinu hvenær sem hentar.

Aukaspurningar getur þú aðeins sett við gerð auglýsingarinnar en þú getur búið til þínar eigin aukaspurningar í stillingum.

Með aukaspurningum geta fyrirtæki fengið meiri upplýsingar frá umsækjendum sem jafnvel tengjast starfinu sem auglýst er eftir. Hægt er að stofna ótakmarkaðan fjölda aukaspurninga en aðeins er hægt að nota þrjár í hvert skipti sem auglýsing er stofnuð. Aukaspurningar er aðeins hægt að nota þegar valið er að taka á móti umsóknum með Alfreð prófíl.

Í umsóknar- og úrvinnslukerfinu er síðan hægt að nota sigti til þess að sía út umsóknir eftir því hvernig umsækjendur svöruðu aukaspurningum.

Aukaspurningar eru stofnaðar undir „Stillingar“ > „Aukaspurningar“. Hægt er að stofna 5 mismunandi tegundir aukaspurninga:

Frjálst textasvar
Umsækjandi fær frjálst textasvæði til að svara spurningunni
Dagsetningarval
Umsækjandi velur dagsetningu. Dæmi um spurningu: Hvenær getur þú hafið störf?
Já eða Nei
Umsækjandi velur annað hvort „Já“ eða „Nei“ sem svar við spurningunni
Val um einn möguleika
Umsækjandi getur aðeins valið einn möguleika af, að hámarki, 6 möguleikum
Val um marga möguleika
Umsækjandi getur valið marga möguleika af, að hámarki, 6 möguleikum

Til þess að sigta umsóknir þá einfaldlega ferð þú í umsóknirnar á auglýsingunni, velur „sigta“ hnappinn í hægra horninu og sigtar þar eftir svörum við aukaspurningunum.

 

Sem dæmi, ef skilyrði fyrir ráðningu er bílpróf og þú settir inn þá aukaspurningu þá getur þú sigtað eftir því svari sem þú leitast eftir t.d. já eða nei.

Hægt er að kveikja og slökkva á sigtinu hvenær sem hentar.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!