Með ráðningarkerfi Alfreðs fá fyrirtæki frábæra yfirsýn yfir umsóknirnar og geta verið í beinum samskiptum við umsækjendur, boðið þeim í viðtöl og sent þakkarbréf með einum smelli. Kerfið er einfalt og notendavænt og sparar tíma við úrvinnslu umsókna.

Þegar fyrirtæki velja ráðningarkerfi Alfreðs geta umsækjendur sótt um starf með Alfreð prófílnum sínum.

Hér getur þú líka séð stutt kynningarmyndband um kerfið og möguleika þess.

Ráðningarkerfi Alfreðs fylgir með auglýsingum án viðbótarkostnaðar. Fyrirtæki hafa möguleika að vera í beinum sambandi við umsækjendur með hvenær sem er í ráðningarferlinu. Umsækjendur geta svarað úr Alfreð appinu eða á alfred.is. Fyrirtækin eiga ávallt frumkvæði að samskiptum í úrvinnslukerfinu. Upphaf samskipta gæti t.d. litið svona út:

Sæll Helgi, þakka þér kærlega fyrir að sækja um hjá okkur. Við erum að fara yfir umsóknina þína og vildum biðja um leyfi til að hafa samband við meðmælendurna sem þú skráðir í ferilskrána þína.

Umsækjandinn getur þá svarað til baka beint úr appinu sínu.

Með því að setja umsækjanda í „Viðtals“ dálkinn opnast síðan fyrir möguleikann á því að bjóða honum í viðtal sem er þá hægt með einföldum hætti. Í prófílum umsækjenda sem eru í „Viðtals“ dálknum á úrvinnsluborðinu er möguleiki á að senda viðtalsboð.

Þegar smellt er á „Viðtalsboð“ takkann opnast gluggi þar sem allar helstu upplýsingar um viðtalið eru settar inn.

Titill (t.d. Starfsviðtal vegna „Verkefnastjóri hjá Marel“)
Dagsetning starfsviðtals
Tímasetning viðtals (frá og til)
Staðsetning viðtals
Skilaboð (Hægt er að búa til staðlaðan texta í „Stillingum“ sem birtist sjálfkrafa)

Eftir að viðtalsboð hefur verið sent fær umsækjandi skilaboð í Alfreð appinu og hefur þá möguleika á að svara viðtalsboðinu með þremur möguleikum:

Já ég mæti
Nei, ég afþakka
Óska eftir nýjum tíma

Ef umsækjandi óskar eftir nýjum tíma getur fyrirtækið sent honum nýtt viðtalsboð.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!