Í Alfreð er hægt að vakta störf eftir starfsheiti, staðsetningu og starfshlutfalli.


Þú byrjar á því að smella á "Stilla vakt".

Til að vakta starfsheiti velur þú Flokkar og velur þar þær merkingar sem passa við þig.

Til að vakta ákveðið starfshlutfall velur þú Starfstegund og merkir við það starfshlutfall sem þú óskar þér.

Sama á við um Staðsetningu en þar getur þú valið landshluta, bæjarfélag og póstnúmer.

Innan hvers landsvæðis er síðan hægt að vakta störf eftir póstnúmerum. Í vaktstillingum í appinu er einfaldlega valin **Staðsetning“** og merkt við þær staðsetningar sem notandinn vill vakta.

Vaktin mín

ATH! Vaktin verður að innihalda amk eina starfsmerkingu úr starfsgreinum (Flokkar) svo hægt sé að vakta eftir „**Staðsetningu“.**

Endilega kíkið á kennslumyndbandið hér fyrir neðan ef eitthvað er ennþá óskýrt. Við mælum með því að stækka myndbandið og setja á pásu þegar þú þarft.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!