Hægt að innskrá sig inn á Alfreð prófílinn í gegnum símanúmer, Facebook og Apple ID.

Facebook

Í fyrsta sinn sem notandi innskráir sig með Facebook samþykkir hann skilmála Alfreðs og veitir þar með Alfreð aðgang að eftirfarandi upplýsingum sem hann kann að hafa gefið upp hjá Facebook:

Nafn
Prófílmynd
Tölvupóstfang

Upplýsingarnar eru eingöngu sóttar þegar notandi skráir sig í fyrsta skipti til að flýta fyrir skráningu á nauðsynlegum upplýsingum um notanda hjá Alfreð.

Ef notandi breytir ofangreindum upplýsingum á Facebook síðunni sinni uppfærast þær EKKI sjálfkrafa hjá Alfreð.

Símanúmer
Ef notandi er ekki með Facebook aðgang, eða vill ekki nota hann til að skrá sig inn í Alfreð, bjóðum við upp á að skrá sig inn með símanúmeri. Innskráning með símanúmeri er mjög einföld en um leið byrjar viðkomandi með algerlega tóman prófíl og þarf að fylla út allar upplýsingar í appinu.

Til þess að geta skráð sig inn með símanúmeri er smellt á „Innskrá með símanúmeri“.

Innskráning með símanúmeri er eitthvað sem flestir appnotendur á Íslandi ættu að þekkja. Notandi slær einfaldlega inn símanúmerið sitt, smellir á „Áfram“ örina og bíður eftir því að fá SMS staðfestingarkóða í símann sinn. Því næst slær notandi inn staðfestingarkóðann og aftur á „Áfram“ örina. Þá er innskráningu lokið.

Apple ID
Í fyrsta sinn sem notandi innskráir sig með Apple ID samþykkir hann skilmála Alfreðs og velur á milli þess að gefa Alfreð netfangið sem tengt er Apple ID-inu eða ef umsækjandi vill ekki gefa upp eigið netfang í umsóknum að fá netfang frá Apple sem mun svo áframsenda alla tölupósta á þitt netfang.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!