Þú nýskráir fyrirtæki þitt hér: https://www.alfred.is/fyrirtaeki

Skráningin kostar þig ekkert.

Eftir það færðu staðfestingarpóst sem hjálpar þér inn í kerfið okkar.

Þegar þú hefur svo staðfest skráninguna geturðu hafist handa. Þú byrjar á því að stofna vörumerkið þitt en þú getur ekki stofnað auglýsingu fyrr en vörumerkið er tilbúið.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú stofnar þína fyrstu auglýsingu.Smelltu á "Ný auglýsing".
Veldu hvernig þú óskar eftir að taka við umsóknum. Vinsælasta leiðin í dag er í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs en með því þá leyfirðu Alfreð notendum að sækja um með prófílunum sínum. Á aðeins rúmu ári, frá því að við hleyptum nýja kerfinu í loftið, þá hafa yfir 55% fyrirtækja tekið það fram yfir fyrri leiðir enda Alfreð prófílar orðnir rúmlega 100 þúsund talsins. Þú getur verið í beinum samskiptum við umsækjendur og m.a. sent þeim skilaboð, boð í starfsviðtal eða höfnunarbréf með einum smelli. Nú er ráðningarkerfið einnig fáanlegt sem app í App store og Play store. Ráðningarkerfi Alfreðs er þar að auki ókeypis viðbót við auglýsingakerfið. Hér sérðu stutt myndband um það: https://www.youtube.com/watch?v=0tWC92J-Zio&t=2s
Settu inn lýsandi titil á auglýsinguna.
Veldu nú vörumerkið þitt.
Settu inn heimilisfang starfsstöðvar (ef það vantar) og veldu starfstegund.
Settu inn umsóknarfrest eða veldu "Engan umsóknarfrest" ef þú vilt geta slökkt á auglýsingunni þegar þér hentar (það er ekki hægt ef þú setur umsóknarfrest).
Settu svo inn lýsandi texta um starfið.
Settu svo inn helstu ábyrgðarsvið og verkefni fyrir starfið undir "Starfssvið".
Síðan eru settar inn þær hæfniskröfur sem uppfylla þarf fyrir starfið.
Því næst skráir þú inn fríðindi starfsins. Dæmi: sveigjanlegur vinnutími, íþróttastyrkur, samgöngustyrkur.

Að lokum velur þú síðan viðeigandi starfsmerkingar en þú mátt velja fleiri en eina starfsmerkingu og úr mörgum mismunandi flokkum. Talan fyrir aftan starfsmerkinguna segir til um það hversu margir prófílnotendur vakta þær. Þeir sem stillt hafa vaktina hjá sér (í appinu) fá tilkynningu í símann sinn þegar auglýsingar um störf sem þeir vakta fara í loftið.

Svona lítur verðskráin okkar út þegar kemur að auglýsingum í Alfreð:

Fyrirtæki greiða 35 kr. (án vsk) fyrir hvert tæki (IP-tölu) sem opnar auglýsingu í Alfreð (í appi eða vef). Ef sami einstaklingur opnar auglýsinguna oft telur hann bara einu sinni 35 kr. Ef 1.250 einstaklingar opna auglýsinguna mun hún kosta 43.750 kr. (án vsk) og er það hámarksverð sem auglýsing getur kostað. Allir einstaklingar sem opna auglýsinguna eftir það kosta ekki krónu. Meðalverð í kerfinu í dag er um 30.000 kr.

Endilega sendu okkur póst ef þú lendir í vandræðum eða spjallaðu við okkur í netspjallinu ef þú lendir í vafa.
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!