Greinar um: Fyrirtæki

Uppfærsla á Umsjón

Umsjón er appelsínugul í nýrri útgáfu. Við höfum líka einfaldað ferlið við stofnun auglýsingar og aukið val um myndefni og framsetningu á texta.

Auglýsing í þremur skrefum


Stofnun auglýsingar er þrjú einföld skref eftir breytingar. Með nýju viðmóti sérðu betur hvar auglýsingin er stödd í sköpunarferlinu.




Auglýsing


Auglýsing býður upp á fleiri kafla fyrir hæfniskröfur, s.s. um menntun, tungumálakunnáttu, launakjör, fríðindi í starfi o.s.frv. Þú getur líka bætt við nýjum köflum með fyrirsögnum að eigin vali.

Eftir breytinguna færðu meiri stjórn á framsetningu texta í hverjum kafla fyrir sig, getur sett inn hlekki, lista o.s.frv. til að útskýra hæfniskröfur fyrir starfið.

Nánar um að búa til auglýsingu

Stutt auglýsing


Stutt auglýsing miðar að því að koma helstu upplýsingum hratt og örugglega til skila.

Nánar um stutta auglýsingu

Myndir á auglýsingu


Nú er hægt að velja hvaða mynd birtist á auglýsingunni.

Hvernig viltu að auglýsingin birtist þegar þú eða aðrir deila henni á Facebook eða Linkedin? Þú getur valið um að nota lógó, forsíðumynd eða hlaðið upp eigin myndefni.

Nánar um myndefni fyrir auglýsingu

Markvissari leit


Með nýju viðmóti er léttara að leita uppi starfsmerkingar, hæfni og aukaspurningar sem tengja á við auglýst starf. Byrjaðu að slá orðið inn í leitargluggann og þú færð lista yfir það sem passar við leitarorðið.

Uppfært þann: 27/09/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!