Að stilla vaktina

Það er ekkert mál að stilla vaktina í Alfreð appinu. Þú einfaldlega smellir á „Stilla vakt“ uppi í vinstra horninu á „Vaktin mín“-skjánum. Því næst getur þú valið úr mörg hundruð starfsmerkingum sem eru vel flokkaðar eftir starfsgreinum. Þegar þú hefur valið þær merkingar sem henta þér og þínu þekkingarsviði smellir þú einfaldlega á „Vista“ uppi í hægra horninu og þá hefur þú stillt vaktina þína.Það er einnig hægt að stilla vaktina eftir starfstegund og hlutfalli og/eða eftir staðsetningu.

Þegar þú hefur stillt vaktina þína færðu sendar tilkynningar um ný störf sem vaktin þín hefur fundið.

Vakt á störfum eftir staðsetningu

Í Alfreð appinu er hægt að vakta störf eftir tegund starfs. Þ.e.a.s hvort um fullt starf, tímabundið starf, hlutastarf, sumarstarf eða lærlingsstarf er að ræða.

Í vaktstillingunum í appinu er einfaldlega valið „Starfstegund“ og merkt við þær tegundir starfa sem notandi vill vakta.

ATH! Vaktin verður að innihalda amk eina starfsmerkingu úr starfsgreinum svo hægt sé að vakta eftir „Starfstegund“.

Vakt á störfum eftir staðsetningu

Í Alfreð appinu er nú loksins hægt að vakta störf eftir staðsetningu. Landinu er skipt upp í 7 landsvæði:

Höfuðborgarsvæðið
Reykjanes
Norðurland
Vestfirðir
Vesturland
Austurland
Suðurland

Innan hvers landsvæðis er síðan hægt að vakta störf eftir póstnúmerum. Í vaktstillingum í appinu er einfaldlega valið „Staðsetning“ og merkt við þær staðsetningar sem notandi vill vakta.

ATH! Vaktin verður að innihalda amk eina starfsmerkingu úr starfsgreinum (Flokkar) svo hægt sé að vakta eftir „Staðsetningu“

Tilkynningar

Þegar nýtt starf kemur inn í vaktina þína færð þú senda tilkynningu í símann þinn um starfið. Hægt er að stilla hvaða tilkynningar þú vilt fá í stillingarhluta appsins.

Alfreð sendir út tilkynningar um ný störf frá kl. 9:00 á morgnana til 21:00 á kvöldin.

Eyða störfum úr vaktinni

Það er lítið mál að henda út störfum úr vaktinni þinni ef þú vilt ekki hafa þau þar. Þú einfaldlega strýkur yfir starfið frá hægri til vinstri. Þá birtist „eyða“ hnappur.

Starf hverfur sjálfkrafa úr vaktinni þinni eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ekki er hægt að setja störf aftur í vaktina sem þú hefur áður hent. En ef starfið er ennþá virkt, getur þú alltaf fundið það með því að nota leitarvalmöguleikann undir „Öll störf“

Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!