Þú getur gefið vídeóviðtölum einkunn í ráðningarkerfinu. Einkunnaskalinn er sýnilegur við hvert vídeóviðtal. Ef þrír fyrirtækjanotendur eru að vinna í úrvinnsluferli umsóknanna þá getur þetta hjálpað mikið þar sem einkunn hvers og eins verður ekki sýnileg notanda fyrr en hann sjálfur hefur gefið einkunn. Þá birtist alltaf meðaleinkunn þeirra sem gefið hafa einkunn.

Prófaðu Vídeóviðtöl Alfreðs þér að kostnaðarlausu og boðaðu valda umsækjendur í "snertilaust" viðtal.

**KOSTIR VÍDEÓVIÐTALA**

Gríðarlegur tímasparnaður! Frábær leið til að sía frá umsækjendur fyrir starfsviðtöl.
Þú getur farið yfir vídeóviðtölin þegar þér hentar.
Umsækjandinn getur tekið viðtalið í appinu þegar honum hentar, innan tilsetts skilafrests.
Tækifæri til að stækka hóp þeirra sem koma til greina í starfið því ferilskráin segir ekki allt.

Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!