Þú getur hlaðið upp viðhengjum inn í prófílinn þinn bæði í appinu og á vefnum.

Til þess að sækja um starf er gríðarlega mikilvægt að vera búin(n) velja við þau viðhengi sem eiga að fylgja með umsókn þinni, líkt og ferilskrá og mögulega kynningarbréf eða önnur skjöl sem þú telur að hjálpi til við að meta hæfni þína í þau störf sem þú sækir um. Þú getur svo skipt þeim út og aðlagað þau fyrir hverja umsókn en viðhengin uppfærast ekki á milli umsókna.

Fyrirtæki sjá aðeins þau viðhengi sem send eru með hverri umsókn, þau sjá ekki þau viðhengi sem eru á prófílnum þínum.

Hægt er að setja inn 3 skjöl í Alfreð prófílinn og er hámarksstærð þeirra 10 MB.

ATH! Skjöl sem notandi setur inn uppfærast ekki sjálfkrafa ef gerðar eru breytingar á þeim í t.d. Dropbox eða Google Drive. Uppfæra þarf skjölin sem eru í Alfreð prófíl notanda með því að hlaða þeim upp aftur.

Viðhengi uppfærast ekki í umsóknum sem þegar hafa verið sendar.

Dæmi:

Þú sendir umsókn A með viðhengi A. Þú ferð svo í prófílinn og setur inn viðhengi B og sendir umsókn B. Umsókn A er áfram með viðhengi A
Var þessi grein hjálpleg?
Hætta við
Takk fyrir!