Nýskráning / innskráning

Hægt er að skrá sig inn á Alfreð prófílinn í gegnum tölvpóst, símanúmer, Facebook og Apple ID.

Innskráning býr til nýjan prófíl ef að það finnst ekki aðgangur sem passar við upplýsingarnar

Tölvupóstur - bara á vefnum í augnablikinu

Tölvupósturinn er staðfestur með kóða sem sendur er í tölvupósti. Ef að netfangið finnst í notkun á aðgangi sem er nú þegar til og hefur verið staðfest þá ertu skráður inná þann prófíl.

Facebook

Í fyrsta sinn sem notandi innskráir sig með Facebook samþykkir hann skilmála Alfreðs og veitir þar með Alfreð aðgang að eftirfarandi upplýsingum sem hann kann að hafa gefið upp hjá Facebook: 

  1. Nafn
  2. Prófílmynd
  3. Netfang

Upplýsingarnar eru eingöngu sóttar þegar notandi skráir sig í fyrsta skipti til að flýta fyrir skráningu á nauðsynlegum upplýsingum um notanda hjá Alfreð. Ef notandi breytir ofangreindum upplýsingum á Facebook síðunni sinni uppfærast þær EKKI sjálfkrafa hjá Alfreð.

Símanúmer

Innskráning með símanúmeri er mjög einföld en um leið byrjar viðkomandi með algerlega tóman prófíl og þarf að fylla út allar upplýsingar í appinu. Til þess að geta skráð sig inn með símanúmeri er smellt á Skrá inn með símanúmeri.

Notandi slær einfaldlega inn símanúmerið sitt, smellir á Fá kóða og bíður eftir því að fá SMS staðfestingarkóða í símann sinn. Því næst slær notandi inn staðfestingarkóðann og smellir á skrá inn með símanúmeri. Þá er innskráningu lokið.

Apple ID

Í fyrsta sinn sem notandi innskráir sig með Apple ID samþykkir hann skilmála Alfreðs. Hann hefur síðan val um að nota netfangið sem tengt er Apple ID-inu eða fá sérstakt netfang frá Apple sem áframsendir alla tölvupósta á eigið netfang.