Reikningar / Bókhald

Hvernig virka reikningar?

Auglýsing fer sjálfvirkt á reikning þess mánaðar sem hún:

  • klárar birtingu
  • nær hámarkssmellum
  • tekin úr birtingu

Ef keyptar eru aukaþjónustur er reikningur fyrir þeim sendur næstu mánaðamót eftir kaupin.

Eindagi er 15. hvers mánaðar nema um annað sé samið.

Hægt er að senda fyrirspurnir um reikninga og bókhald á bokhald@alfred.is

Margir reikningar á sömu kennitöluna

Til þess að fá reikninga brotna niður eftir vörumerkjum eða öðru slíku þarf að setja deildir á vörumerkin.

Setja kennitölu á vörumerki

Ef að kennitala er sett á vörumerki og hún er önnur en kennitala stofnfyrirtækis þá fara allar auglýsingar og þjónustur sem keyptar eru á það vörumerki á reikning merkt vörumerkinu og nýju kennitölunni.