Rafræn skilríki

Þarf ég að vera með rafræn skilríki til þess að sækja um störf?

Nei, ekki hjá öllum fyrirtækjum sem auglýsa störf hjá Alfreð. Fyrirtæki hafa þó möguleikann að umsækjendur séu með rafræn skilríki til þess að staðfesta umsókn sína og því ekki hægt að sækja um þau störf nema að vera kominn með rafræn skilríki.

Ég er ekki með rafræn skilríki en langar að sækja um.

Fara þarf á skráningastöð til þess að sækja um rafræn skilríki. Hægt er að gera það meðal annars hjá Auðkenni ([https://www.audkenni.is/](https://www.audkenni.is/)) og hjá símafyrirtækinu þínu.