Úrvinnsluborð Alfreðs

Úrvinnsluborðið í Alfreð er alger bylting þegar kemur að úrvinnslu umsókna í ráðningarferlinu. Borðið byggir á Kanban aðferð fyrir verkefnastjórnun og hefur fjóra dálka en leyfir þér að búa til eins marga dálka og þér sýnist.

Úrvinnsluborðið

 1. Nýjar: Allar nýjar umsóknir fara sjálfkrafa í dálkinn „Nýjar“ en þaðan eru umsóknir síðan dregnar (e. drag and drop) yfir í einn af hinum dálkunum sem í boði eru.
 2. Ólíklegt: Vinstra megin við „Nýjar“ dálkinn er „Ólíklegt“ dálkurinn. Þangað er öllum umsóknum sem verður hafnað safnað saman.
 3. Kannski: Hægra megin við „Nýjar“ dálkinn er síðan „Kannski“ dálkurinn. Þangað er hægt að setja umsóknir sem úrvinnsluaðilanum langar til að skoða betur seinna eða hugsa betur um.
 4. Viðtal: Lengst til hægri er síðan síðasti flokkurinn „Viðtal“.
 5. Fleiri dálkar: Hægt er að bæta við eins mörgum dálkum til viðbótar við þessa fjóra með því að smella á Nýr dálkur. Hægt er að breyta litnum á dálkum, endurskýra og henda þeim með því að smella á Breyta undir litlu þremur punktunum. Þú getur fært dálkana til og frá eins og þú vilt með því að smella og draga. 

Samskipti

Í úrvinnslukerfinu geta fyrirtæki átt í samskiptum við umsækjendur með nútímalegum hætti.

Fyrirtækin eiga ávallt frumkvæði að samskiptum í úrvinnslukerfinu. Ef öllum fyrirspurnum um starfið eiga að koma í gegnum spjallið þarf fyrirtækið að senda a.m.k. ein skilaboð fyrst.

Hægt er að senda skilaboð á alla í einum dálk í einu með því að smella á [•••] efst í dálkinum og smella þar á Senda skilaboð á alla.

Umsækjandinn getur síðan svarað til baka beint úr appinu eða vefnum. Ef notendur eru með kveikt á tilkynningum hjá sér fá þeir tilkynningar á milli 9-22 á daginn.

Hafna umsóknum

Hægt er að hafna öllum úr einum dálk í einu með því að smella á [•••] efst í dálkinum og smella þar á Hafna umsóknum. Þá birtist gluggi með stöðluðum texta sem hægt er að breyta.

Svarbréf byrjar á „Góðan daginn #NAME#“ sem þýðir það að umsækjandinn fær persónulegt bréf.

Hægt er að breyta staðlaða svarbréfs textanum undir Stillingar -> Stöðluð svarbréf.

Eftir að búið er að senda svarbréf eru umsóknirnar merktar óvirkar og er að finna undir þeirri síu, Óvirkar umsóknir.

Viðtöl

Hægt er að bjóða umsækjendum í viðtal með einföldum hætti. Ef sveimað er yfir spjaldi umsækjanda er hægt að smella á [•••] og velja Bjóða í starfsviðtal. Einnig er hægt að gera það með því að opna spjaldið og þá birtist takkinn uppi í hægra horninu.

Þegar smellt hefur verið á takkann opnast gluggi þar sem allar helstu upplýsingar um viðtalið eru settar inn.

 • Dagsetning starfsviðtals
 • Tímasetning viðtals (frá og til)
 • Staðsetning viðtals
 • Skilaboð 
(Hægt er að búa til staðlaðan texta í „Stillingum“ sem birtist sjálfkrafa). Eftir að viðtalsboð hefur verið sent fær umsækjandi skilaboð í Alfreð appinu sínu og hefur þá möguleika á að svara viðtalsboðinu með þremur möguleikum.
 1. Já ég mæti
 2. Nei, ég afþakka
 3. Óska eftir nýjum tíma

Ef notandi óskar eftir nýjum tíma getur fyrirtækið sent nýtt viðtalsboð á umsækjanda.

Vídeóviðtöl

Vídeóviðtöl eru frábær leið til þess að kynnast umsækjendum aðeins betur áður en ákveðið er að kalla þau í starfsviðtal. Þú sendir spurningar á umsækjendur sem taka upp svörin sín í appinu. Þú rennir svo yfir svörin þegar þér hentar. Þetta mun spara þér mikinn tíma!

Þú getur gefið vídeóviðtölum einkunn í ráðningarkerfinu. Einkunnaskalinn er sýnilegur við hvert vídeóviðtal. Ef margir fyrirtækjanotendur eru að vinna í úrvinnsluferli umsóknanna þá getur þetta hjálpað mikið þar sem einkunn hvers og eins verður aldrei sýnileg notanda. Meðaleinkunn þeirra sem gefið hafa einkunn sést í spjaldi umsækjanda.

Prófaðu Vídeóviðtöl Alfreðs þér að kostnaðarlausu og boðaðu valda umsækjendur í snertilaust viðtal. 

 • Gríðarlegur tímasparnaður!
 • Frábær leið til að sía frá umsækjendur fyrir starfsviðtöl.
 • Þú getur farið yfir vídeóviðtölin þegar þér hentar.
 • Umsækjandinn getur tekið viðtalið í appinu þegar honum hentar, innan tilsetts skilafrests.
 • Tækifæri til að stækka hóp þeirra sem koma til greina í starfið því ferilskráin segir ekki allt.

ATH: Það kemur einstaka sinnum fyrir að vídeóviðtöl í kerfinu séu hljóðlaus. Þá hefur umsækjandi verið að nota týpu af símtæki sem smáforritið styður ekki fullkomlega. Hægt er að komast hjá því með því að hægri smella á myndbandið og velja Save video as. Þá er hægt að opna myndbandið úr þeirri möppu sem vistað var í.

Hæfnismat

Áður en byrjað er að fara yfir umsóknir getur verið gott að skrifa niður atriði sem skipta máli varðandi val á umsækjenda og leggja mat á það hversu miklu máli hvert atriði skiptir. Til dæmis má nota hæfnismatið til að meta mikilvægi menntunar, reynslu, fyrri verkefna og svo frammistöðu í viðtölum. Hægt er að búa til nýtt hæfnismat á nokkrum stöðum. Til þess að búa til nýtt hæfnismat þá ferð þú einfaldlega undir Stillingar -> Hæfnismat, þú smellir svo á Nýtt hæfnismat og hefst handa.

Til þess svo að nýta hæfnismatið við úrvinnslu umsókna þá verður að opna hvern og einn umsækjanda, velja hæfnismat og hefjast handa.

Meðaleinkunn hæfnismatsins kemur svo í úrvinnsluborðinu sem gefur þér betri yfirsýn á hæfni umsækjenda og auðveldar þér ákvörðunartöku um ráðningu.

Einungis eitt af hverju hæfnismati er til fyrir hvern umsækjanda. Því geta ekki margir notendur verið að bæta við hæfnismati í einu því að það sem er vistað seinast mun yfirskrifa hin.

Ráðning

Að merkja umsækjanda sem Ráðinn er eiginleiki í Alfreð ráðningarkerfinu. Þegar umsækjandi er merktur sem "ráðinn" er hægt að senda beiðni á umsækjanda um að fylla út upplýsingar um stéttarfélag, lífeyrissjóð, séreignarsparnað og launareikning. Þessar upplýsingar flýta fyrir allri skráningu hjá fyrirtækinu og getur fyrirtækið nálgast þessar upplýsingar í ráðningarborðinu.

Loka úrvinnslu

Mikilvægt er að loka úrvinnslu á auglýsingu eftir að annað hvort umsækjandi hefur verið ráðinn eða ákveðið hefur verið að ráða engann. Þá opnast staðlaður þakkarpóstur sem hægt er að laga til áður en hann er sendur á alla virka umsækjendur nema þann sem er merktur ráðinn. Það er ákveðin tillitssemi að láta umsækjendur vita að ráðningu sé lokið svo þeir geti einbeitt sér að sækja um önnur störf.

Hér er stutt kynningarmyndband af helstu virkni úrvinnsluborðsins