Breyta úr Úrvinnsluborðinu yfir í vefslóð

Það er ekkert mál að skipta úr Úrvinnsluborðinu yfir í vefslóð.
Ef það eru komnar umsóknir á auglýsinguna þá mælum við með því að annað hvort:
  • Senda skilaboð á þessa umsækjendur og benda þeim á að sækja um með vefslóð. Hægt er að gera það í Úrvinnsluborðinu með því að smella á punktana þrjá hjá dálknum -> Senda skilaboð á alla.

eða:

  • Að hlaða niður gögnunum umsækjenda með því að smella á punktana þrjá efst til hægri í úrvinnsluborðinu og velja Hlaða niður í Excel og Sækja viðhengi.

Svo getur þú farið í Breyta á auglýsingunni. Efst í vinstra horni stendur Auglýsing - Úrvinnsluborð Alfreðs, með því að smella á það þá getur þú breytt yfir í vefslóð og vistað.
Alfreð umsjón - Google Chrome 2022-03-23 15-08-38