Úrvinnslutími

Nú þurfa fyrirtæki að stilla áætlaðan úrvinnslutíma við gerð auglýsinga.

Þegar umsóknarfresti lýkur þá tekur við úrvinnsla á umsóknum. Notendur munu héðan í frá fá skilaboð frá Alfreð þegar auglýsingarnar fara í úrvinnslu og að úrvinnslutíma loknum verður þeim lokað sjálfkrafa til að tryggja sem best upplýsingaflæði.

Þarf að velja áætlaðan úrvinnslutíma?
Já, við gerð auglýsingar þarf að áætla þann tíma sem þú telur að úrvinnsla umsókna muni taka. Gáðu að því að hægt er að framlengja eða stytta áætlaðan úrvinnslutíma hvenær sem er á meðan auglýsingin er virk.

Screenshot 2022-02-03 143834

 

Fá umsækjendur upplýsingar um úrvinnslutímann?
Notendur fá skilaboð frá Alfreð þegar auglýsing fer í úrvinnslu. Sömuleiðis fá umsækjendur skilaboð frá Alfreð þegar úrvinnslu er lokið. Sjá dæmi um skilaboðin hér að neðan:

Úrvinnsla skilaboð

Umsóknum sem hafa þegar verið hafnað fá ekki skilaboð um að úrvinnslu sé lokið.