Hvað er vinnustaðarprófíll?

Vinnustaðaprófílar Alfreðs eru upplagt tækifæri til að sýna allar bestu hliðar fyrirtækisins á fljótlegan og einfaldan máta.

Vinnustaðaprófílar Alfreðs eru tól fyrir fyrirtæki til að kynna sig og vinnustaðamenninguna betur fyrir mögulega umsækjendur. Með þessu móti fá umsækjendur að kynnast stefnu, markmiðum og fleiri þáttum sem þitt fyrirtæki stendur fyrir.

Prófíllinn er þér að kostnaðarlausu og nýtist sem tól til að markaðssetja þinn vinnustað gagnvart tilvonandi starfsmönnum.

Alfreð teymið mælir sérstaklega með því að fylla inn í fleiri reiti frekar en færri og búa þannig til skemmtilega leið fyrir umsækjendur að kynnast vinnustaðnum enn betur.

Hér má sjá vinnustaðarprófíl Alfreðs