Greinar um: Umsækjendur

Góð ráð fyrir næstu umsókn

Alfreð er ávallt til þjónustu reiðubúinn og vill hjálpa þér að ná árangri í atvinnuleitinni. Hér eru nokkur hollráð sem gott er að hafa í huga áður en þú sendir inn umsókn.

Ertu að vakta réttu störfin?


Stilltu vaktina þína þannig að þú fáir skilaboð um störf við hæfi. Ef Alfreð er alltaf að benda þér á störf sem passa illa við þig þá þarftu að uppfæra Vaktina þína, t.d. velja viðeigandi starfsmerkingar og staðsetningu.

Lesa auglýsinguna vel


Mundu að lesa auglýsinguna vel og vandlega áður en þú sendir inn umsókn. Ekki eyða tíma þínum í að senda inn umsókn um starf sem er augljóslega ekki fyrir þig. Það eru takmörk fyrir því hversu margar umsóknir þú getur sent inn þótt þau mörk séu mjög rúmleg.

60 umsóknir á 30 dögum


Á 30 daga tímabili er mest hægt að senda inn 60 umsóknir. Það er meira en nóg fyrir notendur að sækja um hentug atvinnutækifæri á hverjum tíma. Hugsaðu þér að sjá draumastarfið þitt auglýst en geta ekki sótt um það. Þú ættir bara að senda inn umsóknir um störf sem sannarlega koma til greina.

Margar umsóknir en minna um svör


Ef þú hefur sótt um fjölmörg störf án þess að fá svör eða boð um viðtal þá geta verið ýmsar skýringar á því. Þú gætir þurft að uppfæra hjá þér prófílinn, stilla Vaktina þína upp á nýtt eða bæta við fylgiskjölum. Ertu ekki örugglega að leita á réttu svæði? Það getur skipt miklu að stilla vaktina rétt.

Passar þinn prófíll í starfið?


Farðu yfir þá menntun, reynslu og hæfni sem þarf í starfið. Passa þessar kröfur við þinn prófíl? Ef þú uppfyllir bara brot af því sem talað er um í auglýsingunni þá er það sennilega ekki starfið fyrir þig.

Mundu að skrá tungumálahæfni


Á prófílnum þínum er yfirlit um hvaða tungumál þú hefur á valdi þínu. Gættu þess að þau séu rétt skráð. Fyrirtæki geta síað frá umsóknir þar sem þessar upplýsingar vantar. Skoðaðu hvort störfin sem þú sækir um passi við tungumálahæfni þína.

Skráðu þá hæfni sem máli skiptir


Gættu þess að fylla ekki prófílinn þinn af upplýsingum um hæfni sem skiptir litlu máli fyrir þau störf sem þú sækist eftir. Veldu þá hæfni sem þú heldur að hjálpi þér í atvinnuleitinni, helst þar sem hæfni þín er yfir meðallagi.

Hvaða menntun hefur þú?


Það skiptir máli að greina rétt og ítarlega frá því hvaða menntun þú hefur. Ertu með stúdentspróf eða hefur þú stundað nám sem veitir þér réttindi umfram aðra umsækjendur? Passaðu að hafa það með á prófílnum þínum.

Ökuréttindi, próf og námskeið


Ertu með gilt ökuskírteini, meirapróf, lyftarapróf eða hefur þú sótt skyndihjálparnámskeið. Mundu að skrá öll þau réttindi sem hjálpa þinni umsókn að komast yfir markið.

Fylgiskjöl


Inni á prófílnum þínum getur þú vistað ferilskrá, kynningarbréf, afrit af skírteinum, prófgráðum og öðrum gögnum sem styðja við umsóknir þínar. Hafðu þessar upplýsingar til taks og hakaðu við þau viðhengi sem eiga að fylgja umsókninni, næst þegar þú sækir um starf.

Kíktu á námskeið


Á Alfreð getur þú skoðað ýmis námskeið í boði. Þar er að finna fjölda starfstengdra námskeiða sem eru flott viðbót í reynslubankann. Smelltu hér til að kíkja á úrvalið.

Alfreð óskar þér góðs gengis


Þegar þú hefur fyllt prófílinn þinn út eins vel og þú getur. Og stillt vaktina þannig að réttu störfin rati til þín þá aukast líkurnar á því að umsóknum þínum verði svarað. Haltu áfram að fínpússa þínar upplýsingar og bæta við þeirri hæfni sem þú sérð að óskað er eftir í auglýsingunum á Alfreð. Þú getur þetta.

See English application guidelines

Uppfært þann: 11/09/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!