Greinar um: Umsækjendur

Vídeóviðtöl

Fyrirtæki hafa þann valkost að bjóða umsækjendum í vídeóviðtal. Viðtalið tekur þú upp í símtæki þínu og svarar spurningum sem atvinnurekandi hefur lagt fram.





Boð í vídeóviðtöl eru að finna í Innhólfinu þínu í appinu.

Ef þú hefur ekki farið í vídeóviðtal áður getur þú tekið prufuviðtal með því að smella á Nánari upplýsingar.

Þegar þú tekur viðtalið þá mælum við með að setja símann á Do not Disturb eða á flugvélastillingu til þess að tryggja að það geti enginn hringt í þig í miðju viðtalinu.

Vídeóviðtölin gera atvinnurekanda kleift að kynnast þér og sjá einnig hvernig þú svarar spurningum sem þér eru gefnar.

Við hjá Alfreð mælum með því að þú undirbúir þig fyrir vídeóviðtal líkt og þú gerir fyrir starfsviðtal.

Nokkur góð ráð:



Taktu Vídeóviðtalið! Ef þú ert komin/n í þann hóp sem fékk boð í Vídeóviðtal þá hefurðu nú þegar komist í gegnum nokkrar síur. Ef þú ákveður að taka ekki Vídeóviðtalið þá er hægt að líta svo á að þú hafir ekki komist í gegnum næstu síu.
Gerðu allt sem þú myndir gera fyrir hefðbundið starfsviðtal. Skoðaðu fyrirtækið vandlega og reyndu að sjá þig fyrir þér sem starfsmann þar. Passa gildi þín við gildi fyrirtækisins? Af hverju langar þig að vinna hjá þessu fyrirtæki frekar en öðru? Hvað finnst þér spennandi við fyrirtækið?
Finndu bjartan og rólegan stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun.
Vertu viss um að tækið þitt sé með nóg batterí og góða nettengingu (helst WiFi).
Hafðu símann í lóðréttri stöðu (e. portrait).
Reyndu að finna stað þar sem þú getur stillt símanum upp á meðan þú tekur upp viðtalið. Það minnkar líkurnar á hreyfingu á myndbandinu sem getur verið óþægilegt að horfa á.
Taktu prufuviðtalið sem boðið er upp á áður en. Þá sérðu hvernig Vídeóviðtalið mun fara fram.
Mundu að svara heiðarlega og af einlægni. Fyrirtækið vill kynnast þér og fá tilfinningu fyrir þér og persónuleika þínum. Vertu því ávallt þú sjálf/ur!

Njóttu viðtalsins, þú mátt vera stolt/ur að hafa komist svona langt í ráðningarferlinu!

Uppfært þann: 23/02/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!