Hæfnileit Alfreðs
Hæfnileit (e. Talent Pool) er þjónusta sem notendur Alfreðs geta bætt við prófíl sinn án endurgjalds. Til að skrá sig í Hæfnileit þarftu 100% útfylltan prófíl ásamt ítarlegri upplýsingum sem hjálpa rétta starfinu að finna þig. Hæfnileit er frábær viðbót við hefðbundna atvinnuleit þar sem starfstækifærin koma til þín úr annarri átt.
Ef þú ert með vinnu nú þegar en langar að breyta til eða vilt bara halda öllum möguleikum opnum þá er Hæfnileit Alfreðs líka fyrir þig. Það er alltaf möguleiki á að þarna úti sé starf sem smellpassar við þína hæfni og reynslu.
Spurningar og svör:
Hvernig virkar Hæfnileit?
Þú skráir prófílinn þinn í Hæfnileit og uppfærir með því að bæta við ítarupplýsingum sem hjálpa okkur að tengja þig við draumastarfið. Við pörum prófílinn þinn við starfslýsingar í Hæfnileit og látum þig vita um störf sem smellpassa við þínar upplýsingar.
Kostar eitthvað að skrá sig í Hæfnileit?
Nei, þú greiðir ekkert fyrir að uppfæra prófílinn þinn í Hæfnileit. Það eina sem þú þarft að gera er að bæta við ítarupplýsingum svo að við getum parað þig við besta hugsanlega starfið.
Geta allir skráð sig í Hæfnileit?
Nei, til að skrá sig þarftu að vera 18 ára og staðfesta það með rafrænni auðkenningu. Þú þarft 100% útfylltan prófíl og bæta við upplýsingum sem gefa nánar til kynna faglegan metnað þinn og óskir um staðsetningu, vinnuaðstöðu, launakjör o.s.frv.
Er Hæfnileit fyrir störf sem ekki eru auglýst?
Já, meðal annars. Fyrirtæki geta notað Hæfnileit í staðinn fyrir að auglýsa starf, t.d. til að flýta fyrir ráðningu. Með því að uppfæra prófílinn þinn í Hæfnileit áttu líka möguleika á störfum án auglýsingar.
Er fljótlegra að fá starf í gegnum Hæfnileit?
Ef þú ert í virkri atvinnuleit er best að skrá sig í Hæfnileit og halda líka áfram að fylgjast með auglýstum störfum. Hæfnileit er frábær viðbót við venjulega atvinnuleit en þú veist aldrei hvenær draumastarfið birtist.
Er Hæfnileit öðruvísi en venjuleg atvinnuleit?
Já, það er munur. Þú þarft ekki að senda inn umsókn. Hæfnileit býður þér að skoða störf sem smellpassa við þinn prófíl. Ef þú sýnir starfstækifærinu áhuga þá ferðu beint á lista yfir kandídata í starfið.
Er munur á Hæfnileit og því að stilla Alfreð á Vaktina?
Já. Hæfnileit býður þér að skoða störf án auglýsingar. Vaktin fylgist bara með auglýstum störfum. Þú þarft heldur ekki að senda inn umsóknir í Hæfnileit. Ef þú sýnir starfinu áhuga þá ferðu á lista yfir kandídata í starfið.
Fá öll fyrirtækin að skoða prófílinn minn?
Nei. Þú þarft að staðfesta áhuga þinn á starfi áður en fyrirtækið getur skoðað upplýsingar um þig. Aðgangur að þínum upplýsingum í Hæfnileit er aðeins veittur með þínu leyfi.
Get ég skráð mig úr Hæfnileit?
Já, auðvitað. Það er sáraeinfalt að taka pásu frá Hæfnileit. Á prófílnum þínum rofi þar sem þú getur kveikt og slökkt á þjónustunni að vild eða tekið prófíl þinn alfarið út út Hæfnileit.
Uppfært þann: 01/10/2025
Takk fyrir!