Greinar um: Umsækjendur

Hvernig bý ég til Alfreð prófíl?

Nýskráning



Til þess að búa til Alfreð prófíl þarf að skrá sig inn. Nýskráning/innskráning fer fram hér.

Alfreð prófíll



Prófíllinn inniheldur helstu upplýsingar um þig sem fyrirtæki þurfa til þess að meta þig sem starfskraft. Hér fyrir neðan förum við yfir það sem hægt er að skrá um sig í Alfreð prófíl.

Við mælum með að þú gerir prófílinn þinn 100% því það eykur líkurnar á að þú fáir draumastarfið.

40% Grunnupplýsingar (nafn, mynd, netfang, símanúmer)

10% Um mig

20% Starfsreynsla

20% Menntun

10% Tungumál

Grunnupplýsingar



Það er mikilvægt að allar grunnupplýsingar séu réttar þegar kemur að því að sækja um starf.

Til þess að skrá eða breyta grunnupplýsingum er smellt á Breyta takkann sem er efst uppi í hægra horninu við grunnupplýsingarnar á prófílnum.

Um mig



Hér áttu að skrifa stuttan texta um sjálfan þig. Þessi texti á að kynna þig sem persónu, hvernig persónuleiki ert þú, hefurðu tekið þátt í einhverju tómstundarstarfi eða öðru sem þú telur að geri þig að góðum starfskrafti.

Tungumálakunnátta



Tungumálakunnátta er mikilvæg þegar kemur að starfsumsóknum og getur skipt sköpum þegar verið er að ráða í ákveðnar tegundir starfa. Við mælum eindregið með að notendur skrái upplýsingar um tungumálakunnáttu sína til þess að bæta prófílinn sinn. 

Viðhengi



Á prófílinn þinn er hægt að hlaða upp viðhengjum eins og ferilskrá, skírteinum o.fl. svo þú hafir þau til taks þegar þú sækir um störf. 

Fyrirtæki sjá aðeins þau viðhengi sem send eru með hverri umsókn, þau sjá ekki þau viðhengi sem eru á prófílnum þínum.

Hægt er að setja inn að hámarki 10 skjöl í Alfreð prófílinn. Sjá nánar um viðhengi á prófíl.

Starfsreynsla



Það er einfalt að fylla út upplýsingar um starfsreynslu. Notandi setur inn nafn fyrirtækis, starfstitil, lýsingu, mánuð og ár sem notandi byrjaði og hætti að vinna hjá vinnuveitanda.

Ef notandi er ennþá starfandi hjá fyrirtækinu hakar hann við Er að vinna hér núna valmöguleikann.

Menntun



Notandi fyllir út upplýsingar um menntun á svipaðan hátt og starfsreynslu. Notandi setur inn upplýsingar um námið, skólann, gráðuna, mánuð og ár sem notandi byrjaði og lauk námi.

Ef notandi er ennþá í námi við skólann hakar hann við Er í þessu námi núna valmöguleikann.

Tenglar



Hægt er að bæta tenglum við prófílinn sinn sem vísa á vefsíður sem gefa enn betri mynd af bakgrunni og hæfni notandans.

Hæfni



Í Hæfni fyllir þú út allt sem þér dettur í hug þegar kemur að hæfileikum þinni og þekkingu. 

Dæmi: Android forritun, auglýsingagerð, dúkalögn, fatahönnun, fjármál, fyrirlestrar, Java, leiðtogahæfni, o.s.frv.

Uppfært þann: 13/03/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!