Staðfesta prófíl með rafrænum skilríkjum
Sum störf krefjast rafrænnar auðkenningar, og birtist slíkt í umsóknum eins og myndin sýnir að neðan:
Tvær mismunandi leiðir til að staðfesta prófíl með rafrænum skilríkjum
Ferlið með símanúmeri
A) Til þess að staðfesta aðganginn þinn með rafrænum skilríkjum þarf að skrá símanúmer og velja svo ‘Auðkenna’. Í kjölfarið ætti þér að berast beiðni um samþykki með rafrænum skilríkjum.
B) Núna getur þú sótt um störf sem krefjast rafrænna skilríkja.
Ferlið með Auðkenni appinu
A) Ef að þú ert ekki með rafræn skilríki í símanum, en ert með íslenska kennitölu er hægt að auðkenna sig með Auðkenni appinu. Til þess þarf að vera til aðgangur hjá Auðkenni sem er skráður með kennitölunni sem merkt er í reitinn að neðan.
B) Þegar umsækjandi er búinn að stofna aðgang hjá Auðkenni og skráir kennitölu sína, þá birtist beiðnar gluggi um að klára auðkenningu í Auðkenni appinu.
C) Að auðkenningu lokinni kemur upp gluggi sem staðfestir að ferlið hafi heppnast.
Uppfært þann: 04/07/2025
Takk fyrir!