Greinar um: Umsækjendur

Vakta störf

Þegar nýtt starf kemur inn í vaktina þína færð þú senda tilkynningu í símann þinn um starfið. Hægt er að stilla hvaða tilkynningar þú vilt fá í Stillingum.

Alfreð sendir út tilkynningar um ný störf frá kl. 9:00 á morgnanna til 22:00 á kvöldin.

Vakt á störfum eftir starfsmerkingum



Það er ekkert mál að stilla vaktina í Alfreð appinu. Þú einfaldlega smellir á blýantinn efst í vinstra horninu á skjánum.

Á vefnum smellir þú á Vaktin í stikunni > Breyta. Því næst getur þú valið úr starfsmerkingum sem eru flokkaðar eftir starfsgreinum. Þegar þú hefur valið þær merkingar sem henta þér og þínu þekkingarsviði smellir þú einfaldlega á Vista og þá hefur þú stillt vaktina þína.

ATH! Vaktin verður að innihalda a.m.k. eina starfsmerkingu úr starfsgreinum svo hægt sé að vakta eftir starfshlutfalli eða staðsetningu.

Vakt á störfum eftir starfshlutfalli



Hægt er að vakta störf eftir starfshlutfalli. Í vakt stillingunum í appinu er einfaldlega valið Starfshlutfall og merkt við þær tegundir starfa sem notandi vill vakta.

Vakt á störfum eftir staðsetningu



Í Alfreð appinu er hægt að vakta störf eftir staðsetningu. Landinu er skipt upp í 7 landsvæði:

Höfuðborgarsvæðið
Reykjanes
Norðurland
Vestfirðir
Vesturland
Austurland
Suðurland

Innan hvers landsvæðis er síðan hægt að vakta störf eftir póstnúmerum. Í vakt stillingum í appinu er valið staðsetning og merkt við þær staðsetningar sem notandi vill vakta.

Eyða störfum úr vaktinni



Það er lítið mál að henda út störfum úr vaktinni þinni. Þegar þú strýkur yfir starfið frá hægri til vinstri birtist eyða hnappur.

Starf hverfur sjálfkrafa úr vaktinni þinni eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Ekki er hægt að setja störf aftur í vaktina sem þú hefur áður hent. En ef starfið er ennþá virkt, getur þú alltaf fundið það með því að nota leitar valmöguleikann undir „Öll störf“.

Uppfært þann: 16/02/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!