Greinar um: Umsækjendur

Vídeóviðtöl

Hvað er vídeóviðtal?


Vídeóviðtal er spurningarlisti sem atvinnurekandinn leggur fyrir þig.

Þú tekur upp vídeó með þínum svörum gegnum appið í símanum þínum.

Þú sérð eina spurningu birtast á skjánum í einu og hefur 2 mínútur til að svara henni.

Eftir að þú hefur svarað getur þú smellt á „næsta“ og þá kemur næsta spurning upp á skjáinn.

Hvar finn ég boð í viðtalið?


Þú færð boð í vídeóviðtal í Innhólfið þitt í appinu. Þar sérðu fyrir hvaða tíma þarf að skila vídeói með svörum þínum.

Innhólfið > Velja umsóknina > Smella á Nánari upplýsingar



Er hægt að taka viðtalið í tölvu?


Nei, bara í appinu. Þú notar myndavélina á símanum þínum til að taka upp svörin.

Get ég skoðað spurningarnar fyrirfram?


Nei, það er ekki hægt. Þú getur hins vegar tekið prufuviðtal með algengum spurningum.

Hvernig spurningar koma í vídeóviðtali?


Þú mátt búast við spurningum sem tengjast hæfniskröfum í auglýsingunni en að öðru leyti þá er þetta eins og venjulegt viðtal þar sem hægt er að spyrja um hvað sem er.

Hér eru dæmi um algengar spurningar af öðru tagi sem þú gætir fengið:


Af hverju ættum við að ráða þig í starfið?
Ertu í annarri vinnu eða í námi?
Hefur þú reynslu af sambærilegu starfi?
Hvenær getur þú hafið störf?
Viltu koma einhverju á framfæri til okkar?

Tékklisti fyrir vídeóviðtal:


Finndu bjartan og rólegan stað þar sem þú verður ekki fyrir truflun.
Vertu viss um að síminn þinn sé hlaðinn og með örugga og góða nettengingu.
Ekki hafa símann á „Low power mode“ eða annarri stillingu af því tagi.
Ekki hafa símann á „Auto-Lock“ stillingu, svo að skjárinn slökkvi ekki á sér í miðju viðtali.
Stilltu símann á „Do not disturb“ svo að þú fáir ekki símhringingu í miðju viðtali.
Hafðu símann í lóðréttri stöðu (e. portrait) meðan þú tekur viðtalið.
Stilltu símanum upp þannig að hann haldist stöðugur, t.d. við blómavasa eða bunka af bókum. Það minnkar líkurnar á hreyfingu á myndbandinu.
Taktu prufuviðtal eins oft og þú vilt til að sjá hvernig viðtalið gengur fyrir sig.

Get ég tekið vídeóviðtalið upp aftur?


Nei, þú getur ekki ýtt á pásu né tekið viðtalið upp aftur eftir að þú hefur byrjað.

Get ég skoðað á viðtalið áður en ég skila upptökunni inn?


Nei, þú getur ekki skoðað viðtalið eftir að þú hefur svarað spurningunum. Viðtalið er eins og hefðbundið starfsviðtal þar sem atvinnurekandinn fær að kynnast þér og sjá hvernig þú svarar í eigin persónu.

Er hægt að taka prufuviðtal?


Já, það er hægt og við mælum með því að taka prufuviðtal fyrst. Þú getur tekið eins mörg prufuviðtöl og þú vilt.
Þú getur tekið prufuviðtal með því að smella á “Taka prufuviðtal” takkann fyrir ofan “Byrja vídeóviðtal” takkann.



Er hægt að taka prufuviðtal oftar en einu sinni?


Já, það er hægt. Þú getur tekið það eins oft og þú vilt. Þegar prufuviðtalið er búið þá getur þú tekið annað strax á eftir.

Get ég skoðað prufuviðtalið?


Nei, prufuviðtalið er fyrst og fremst til að sýna þér viðmótið, hvernig spurningarnar birtast og við hverju þú mátt búast.

Þarf ég þrífót?


Nei, það er ekki nauðsynlegt en það er gott að síminn sé stöðugur meðan þú tekur viðtalið upp.
Það á að vera nóg að stilla símanum þínum upp þannig að þú sjáist á mynd.

Gáðu að því að þú þarft að geta smellt á skjáinn þegar þú hefur svarað, t.d. til að fá næstu spurningu.

Hvað verður um vídeóviðtalið þegar ég hef svarað spurningum?


Fyrirtækið sem auglýsir starfið veitir stjórnendum eða fulltrúum úr starfsliði sínu aðgang að vídeóupptökum til að meta hæfni umsækjenda. Þau geta séð svör þín og samkvæmt skilmálum er hægt að skoðað upptökurnar í 1 ár frá því að þeim er skilað inn.

Get ég eytt vídeóviðtalinu mínu?


Þú getur dregið umsókn þína til baka. Þá lokast sjálfkrafa fyrir öll gögn sem fylgdu með umsókn þinni, þar með vídeóviðtalið.

Fleiri góð ráð fyrir viðtalið:


Gerðu það sem þú myndir gera fyrir hefðbundið starfsviðtal.
Skoðaðu fyrirtækið vandlega og reyndu að sjá þig fyrir þér sem starfsmann þar. Af hverju langar þig að vinna hjá þessu fyrirtæki frekar en öðru?
Hvað finnst þér spennandi við fyrirtækið og starfið? Segðu það upphátt til að búa þig undir spurningarnar.
Mundu að svara heiðarlega og af einlægni. Fyrirtækið vill kynnast þér og fá tilfinningu fyrir þér og persónuleika þínum.
Passaðu þig á að sýna þinn rétta karakter, ekki þykjast vera eitthvað annað. Vertu eins og þú ert.
Taktu vídeóviðtalið! Ef þú færð boð í vídeóviðtal þá er ljóst að þú kemur sterklega til greina í starfið.

Mundu að vídeóviðtal er eins og hvert annað starfsviðtal. Góður undirbúningur er það sem gildir. Gangi þér sem allra best.

Uppfært þann: 31/10/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!