Greinar um: Fyrirtæki

Almenn umsókn

Þessi þjónusta er spennandi kostur fyrir vinnustaði sem vilja hafa úr mörgum áhugasömum umsækjendum að velja.Almenn umsókn birtist á vinnustaðaprófílnum þínum og þar geta áhugasamir sótt um störf án auglýsingar.

Ráðningarkerfi Alfreðs er innifalið í þjónustunni til að auðvelda úrvinnslu umsókna þótt einnig sé í boði að beina umsóknum á aðra vefslóð.

Afrita umsóknir milli auglýsinga

Fyrirtæki geta óskað eftir því að afrita umsóknir og færa þær undir aðra starfsauglýsingu sem hentað gæti umsækjandanum. Sendu póst á alfred@alfred.is ef þú vilt nýta þér eða fá nánari upplýsingar um afritun umsókna.

ÁskriftMánaðargjald: 12.900 kr. án vsk.
Greitt mánaðarlega og endurnýjast sjálfvirkt nema Almennu umsókninni sé lokað.

Árgjald: 121.680 kr. án vsk. (10.140 kr. / á mánuði)
Árgjald er eingreiðsla sem endurnýjast sjálfvirkt að ári nema Almennu umsókninni sé lokað.

Til þess að segja upp áskrift þarf að loka Almennu umsókninni í Umsjón.

Tímabilið er frá upphafsdegi áskriftar (t.d. 10. ágúst - 10. sept) þó svo að reikningur sé sendur um mánaðarmót. Ef auglýsingin er enn virk (ekki búið að loka henni og þar með segja upp áskrift) fyrir lok tímabilsins þá stofnast annar reikningur og áskriftin er endurnýjuð.

Hvernig bý ég til Almenna umsókn?Þú býrð til Almenna umsókn inn í Umsjón með því að smella á Almennar umsóknir takkann undir Auglýsingar. Þar getur þú virkjað auglýsinguna.
Hvar birtast Almennar umsóknir?Þessar auglýsingar birtast ekki inni á starfasíðunni okkar en eru aðgengilegar í gegnum vinnustaðaprófílinn þinn. Þú getur einnig sett hnapp inn á vefinn þinn eða deilt slóðinni hvernig sem þér hentar.

Á vinnustaðarprófíl Alfreðs má sjá dæmi um þetta.

Auka sýnileika Almennar umsóknarBirtu lista yfir öll laus störf hjá þínu fyrirtæki á þinni vefsíðu. Eða bættu við takka sem opnar almennu umsóknina þegar smellt er á hann.

Hér að neðan sérðu hvernig hægt er að veita enn meiri athygli á Almennu umsókn þína.
Hvernig hætti ég í áskrift af Almennum umsóknum?Það er hægt að loka Almennu umsókninni inn í Alfreð umsjónarkerfinu með því að smella á Almennar umsóknir síuna > punktarnir þrír > Loka.

Uppfært þann: 01/02/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!