Fylla út vinnustaðaprófíl
Búa til vinnustaðaprófíl
Alfreð býður fyrirtækjum upp á að stofna ótakmarkaðan fjölda vinnustaðaprófíla.
Vinnustaðaprófílar geta verið fyrirtæki og/eða rekstrareiningar.
Tengja þarf hverja auglýsingu við vinnustaðaprófíl.
Vinnustaðaprófíll er stofnaður með eftirfarandi upplýsingum
Kennitala: (valkvætt) Ef reikningur á að berast annarri kennitölu en þeirri sem er skráð undir Stillingum.
Nafn
Heimilisfang
Myndmerki: Merki vinnustaðarins (lógó) þarf að hlaða upp í formi eins og t.d. jpeg eða png. Hafa ber í huga að merkið birtist ávallt á hvítum grunni.
Forsíðumynd: Myndin birtist í öllum auglýsingum sem eru undir vörumerkinu og í vinnustaðaprófílnum. Besta stærð fyrir forsíðumynd er 1200 x 600 px.
Um vinnustaðinn: Stuttur, lýsandi texti um vinnustaðinn.
Nánari stillingar (valkvætt):
Netfang fyrir móttöku reikninga: Hægt er að fá reikningana tengda vinnustaðaprófilnum senda á annað netfang en er skráð fyrir móttöku reikninga undir Stillingum.
Deildir: Deildir eru notaðar þegar fyrirtæki vill fá reikninga skipta upp eftir deildum, t.d. „markaðsdeild“ og „framleiðsludeild“.
Tenging við aðra vinnustaðaprófíla: Hægt er að tengja aðra vinnustaðaprófíla til þess að öll störf skráð á þeim vinnustaðaprófílum birtist á aðal vinnustaðaprófílnum.
Bæta við myndum og fleiri upplýsingum
Gott myndefni laðar að fleiri umsóknir. Mundu bara að uppfæra reglulega.
Smelltu á Klára að fylla út prófíl neðst á síðunni til þess að bæta við myndefni og fleiri upplýsingum.
Skoða útfylltan prófíl hjá Alfreð.
Uppfært þann: 27/02/2023
Takk fyrir!