Greinar um: Fyrirtæki

Facebook-auglýsing

Hvernig virkar þessi aukaþjónusta?Auglýsingin þín birtist á Facebook og sérfræðingar Alfreðs greina markhóp auglýsingarinnar út frá áhugamálum, staðsetningu og tungumáli. Starfsauglýsingin nær þannig augum þeirra sem þú vilt ná til.

Miðað er á staðsetningu ásamt áhugamálum eins og mannauðsstjórnun, tækni eða hugbúnaðarþróun. T.d. ef auglýst er starf fyrir gagnasérfræðing er miðað á notendur með áhugamál eins og tækni, hugbúnaðarþróun, hugbúnaðarverkfræði og gagnavinnslu.

Hvernig er miðað á markhóp?Markhópurinn er greindur út frá áhugamálum, staðsetningu og tungumáli.

Hvað eru Facebook-auglýsingar virkar lengi?Facebook-auglýsingar eru virkar í u.þ.b. 5 daga.

Hvernig birtist auglýsingin á Facebook?Myndin inniheldur merki (lógó) fyrirtækisins, merki Alfreðs og titil auglýsingar. Auglýsingin birtist sem kostuð auglýsing frá Alfreð.

Dæmi um hvernig Facebook-auglýsing lítur út:Af hverju finn ég ekki auglýsinguna?Þetta er kostuð (e. sponsored) auglýsing svo það er ekki hægt að leita að henni heldur birtist hún einungis hjá markhópnum.

Hvar sé ég tölur um birtingar og smelli á auglýsinguna?Vinsamlegast sendið tölvupóst á alfred@alfred.is með heiti auglýsingar til þess að óska eftir tölum um birtingar og smelli.

Uppfært þann: 27/02/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!