Greinar um: Fyrirtæki

Ráðningarborð

Þegar umsækjandi er merktur sem ráðinn í Úrvinnsluborði Alfreðs þá færist viðkomandi yfir á Ráðningarborð.

Til hvers?



Ráðningarborð er yfirlit um nýráðið starfsfólk. Þar má sjá hvaða upplýsingar eru fyrir hendi og hvaða gögn vantar.

Hægt er að flokka nýráðið starfsfólk eftir því hversu langt þau eru komin í ráðningarferlinu.
Hægt er að bæta við dálkum og breyta um nafn á þeim.
Hægt er að sía umsækjendur eftir dagsetningu ráðningar.
Hægt er að fela umsóknir.

Hver hefur aðgang?



Aðgangur að Ráðningarborði er hjá Stjórnanda sem getur veitt fulltrúum aðgang, t.d. fyrir launafulltrúa sem ganga þarf frá launamálum hins nýráðna starfskrafts.

Veita Fulltrúa aðgang að Ráðningarborði



Opna Ráðningarborð > smella á Aðgangur efst í hægra horni og velja viðkomandi fulltrúa.  

Aðeins nýjar ráðningar



Athugið að í Ráðningarborði er aðeins hægt að sjá það starfsfólk sem ráðið er í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs frá því að þessi þjónusta var tekin í gagnið um miðjan maí 2022. Starfsfólk sem var ráðið fyrir þann tíma er ekki á listanum.

Uppfært þann: 13/03/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!