Greinar um: Fyrirtæki

Síur í úrvinnsluborði

Úrvinnsluborð Alfreðs býður upp á síur sem auðvelda flokkun umsókna.

Síurnar eru aðgengilegar milli aðalstikunnar og dálkana.Aldur


Sýnir umsækjendur á aldursbilinu sem er valið. Hægt er að draga punktana til að velja aldursbil.


Hæfni


Ef hæfni var sett á auglýsinguna þegar hún var búin til þá er hægt að sía eftir henni hér. Sýnir umsækjendur sem gáfu sér einkunn á þeim skala sem er valinn. Hægt er að draga punktana til að velja einkunnaskala.


Aukaspurningar


Ef auglýsingin var stofnuð með aukaspurningu/m er hægt að sía út umsóknir hér eftir því hvernig umsækjendur svöruðu.
Ath. ekki er hægt að sía eftir eru spurningum sem bjóða upp á frjálst textasvar (opin spurning).

Sjá nánar um aukaspurningar.


Tungumál


Hægt er að sía eftir tungumálakunnáttu sem umsækjendur eru með á prófílnum sínum. Valin er lágmarkshæfni fyrir tungumálið/n.


Tímabil


Hægt er að velja hámarkstíma síðan umsóknir bárust.


Menntun


Hægt er að sía eftir menntun sem er skráð á prófíl umsækjenda. Ath. ekki er um að ræða hæsta menntunarstig. Umsækjendur birtast út frá þeirri menntun sem skráð er á prófílnum þeirra.


Hæfnismat


Ef hæfnismat er bætt við á auglýsinguna er hægt að sía umsækjendur eftir einkunn úr hæfnismati.

Sjá nánar um hæfnismat.

Uppfært þann: 13/06/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!