Greinar um: Fyrirtæki

Tenging við Kjarna kerfi Origo

Með Kjarna kerfistengingunni í Alfreð getur þú óskað eftir upplýsingum um launareikning, stéttarfélag, lífeyrissjóð o.s.frv. þegar þú merkir umsækjenda sem ráðinn. Þá eru upplýsingarnar fluttar sjálfkrafa yfir í mannauðskerfi Kjarna.

Að tengjast KjarnaTil þess að tengjast Kjarna þarf að útvega tengingarslóðina úr Kjarna og setja hana, notendanafn og lykilorð inn í Mannauðskerfi undir Stillingar

Að færa umsækjanda yfir í KjarnaMerkja umsækjanda ráðinn og óska eftir ráðningarupplýsingum.

Eftir að umsækjandi hefur sent inn upplýsingar þá er smellt á áfram takkann við Kjarni - Mannauðskerfi OrigoNæst þarf að fylla út í alla stjörnumerkta reiti og senda svo upplýsingarnar áfram í Kjarna


Að sækja auglýsingar úr KjarnaÞegar búið er að setja upp Kjarna-tengingu er hægt að sækja auglýsingar úr Kjarna. Þetta er gert með því að smella á Ný auglýsing > Sækja úr Kjarna.Þá birtist listi af öllum virkum auglýsingum í Kjarna sem ekki er búið að færa yfir í Alfreð.Veldu auglýsinguna úr listanum sem þú vilt birta á Alfreð. Þá opnast hún og helstu upplýsingar eru færðar inn í auglýsinguna, en klára þarf að fylla inn í nauðsynlega reiti svo hægt sé að birta hana.

Verð


Mánaðargjald fyrir tenginguna við Alfreð er 3.500 kr. + vsk.
Aðstoð við uppsetningu er í útseldri vinnu.

Uppfært þann: 21/05/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!