Greinar um: Fyrirtæki

Viðtalsboð í dagatal

Þessi valkostur auðveldar notendum að skrá boðuð starfsviðtöl úr umsjónarkerfi Alfreðs inn í dagatalið sitt.

Næst þegar þú boðar umsækjanda til viðtals í gegnum umsjónarkerfi Alfreðs þá færðu tölvupóst með fundarboði sem þú getur skráð inn á dagatalið þitt.


Viltu fá Viðtalsboð í dagatal?



Smelltu á nafnið þitt efst til hægri í Alfreð Umsjón → veldu Skoða prófíl → hakaðu við Viðtalsboð í dagatal.






Fundarboð í tölvupósti



Svona gæti viðtalsboðið litið út sem birtist í tölvupóstinum hjá þér:



Þetta dæmi sýnir hvernig Viðtalsboð sem sent er í Gmail en kann að birtast á annan veg eftir því hvaða póstforrit þú notar.

Uppfærslur á viðtalsboði



Viðtalsboð í dagatal sendir uppfærslu ef:
Þú breytir viðtalstíma í gegnum Alfreð
Þú afboðar viðtal í gegnum Alfreð

Viðtalsboð uppfærist EKKI ef:
Umsækjandi biður um nýjan viðtalstíma í gegnum Alfreð
Umsækjandi hafnar viðtalsboðinu í gegnum Alfreð

ATH! Umsækjandinn er ekki á fundarboðinu
Gáðu að því að viðtalstíminn færist einungis inn þín megin;
umsækjandinn er ekki aðili að fundarboðinu á þínu dagatali.


Viltu hætta að fá Viðtalsboð í dagatal?



Smelltu á nafnið þitt efst til hægri í Alfreð Umsjón → veldu Skoða prófíl → taktu hakið af Viðtalsboð í dagatal.

Uppfært þann: 07/06/2024

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!