Greinar um: Fyrirtæki

Bjóða í vídeóviðtöl

Hvernig virka vídeóviðtöl?Þú sendir spurningar á umsækjendur sem hafa 2 mínútur til þess að svara hverri spurningu með upptöku. Þú rennir svo yfir svörin þegar þér hentar og býður álitlegustu umsækjendunum í starfsviðtal.
Kostir vídeóviðtalaGríðarlegur tímasparnaður!
Frábær leið til að sía frá umsækjendur fyrir starfsviðtöl.
Þú getur farið yfir vídeóviðtölin þegar þér hentar.
Umsækjandinn getur tekið viðtalið í appinu þegar honum hentar, innan tilsetts skilafrests.
Tækifæri til að stækka hóp þeirra sem koma til greina í starfið því ferilskráin segir ekki allt.

Hvernig býð ég umsækjendum í vídeóviðtal?Þú getur boðið umsækjendum í vídeóviðtal í úrvinnsluborðinu með því að smella á punktana þrjá [•••] > Bjóða í vídeóviðtal. 

Hvernig bý ég til nýtt vídeóviðtal?Þú getur búið til vídeóviðtal undir Stillingar > Vídeóviðtöl.

Í úrvinnsluborðinu getur þú einnig búið til nýtt vídeóviðtal með því að bjóða í vídeóviðtal (í stað þess að fara fyrst í stillingar).

Gefa vídeóviðtölum einkunnÞú getur gefið vídeóviðtölum einkunn í Úrvinnsluborðinu. Einkunnaskalinn er sýnilegur við hvert vídeóviðtal.

Ef margir fyrirtækjanotendur eru að vinna í úrvinnslu umsóknan og gefa einkun birtist meðaleinkun þeirra undir vídeóviðtala flipanum.

Hljóðlaust vídeóviðtalÞað kemur einstaka sinnum fyrir að vídeóviðtöl í kerfinu séu hljóðlaus. Þá hefur umsækjandi verið að nota týpu af símtæki sem smáforritið styður ekki fullkomlega.

Hægt er að komast hjá því með því að hægri smella á myndbandið og velja Save video as. Þá er hægt að opna myndbandið úr þeirri möppu sem vistað var í.

Uppfært þann: 28/02/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!