Greinar um: Fyrirtæki

Breyta úr Úrvinnsluborðinu yfir í vefslóð

Það er ekkert mál að skipta úr því að taka á móti umsóknum í gegnum Alfreð yfir í að taka á móti umsóknum með vefslóð.

Hægt er að gera þetta á meðan auglýsing er í drögum eða virk.

Ef það eru komnar umsóknir á auglýsingunaÞá mælum við með því að annað hvort:

Senda skilaboð á þessa umsækjendur og benda þeim á að sækja um annar staðar. Hægt er að gera það í Úrvinnsluborðinu með því að smella á punktana þrjá hjá dálknum -> Senda skilaboð á alla.

eða

Hlaða niður gögnunum umsækjenda með því að smella á punktana þrjá efst til hægri í úrvinnsluborðinu og velja Hlaða niður í Excel og Sækja viðhengi.

Taka á móti umsóknum með vefslóðSvo ferðu í Breyta á auglýsingunni. Smellt er á skref tvö, 2. Birtingartími og úrvinnsla > Hvernig viltu taka á móti umsóknum? og þar er valið Vefslóð. Þá birtist dálkur til að skrifa inn vefslóðina sem umsóknirnar berast til. Þegar því er lokið er hægt að smella á Vista.
Uppfært þann: 04/10/2023

Var þessi grein hjálpleg?

Deildu áliti þínu

Hætta við

Takk fyrir!